Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 176
ýmsar sakir og þar á meðal fyrir aðgjörðir hans í
máli Jóns nokkurs Hreggviðssonar, er sagt var að
drepið hefði böðulinn. Stet'ndu þeir honum fyrir
dóm þeirra Arna Magnússonar og Páls Vídalíns, er
skipaðir höfðu verið til að ihuga ástand landsins og
leggja úrskurð á ýms mál landsmanna. Dæmdu
þeir embætti af Sigurði lögmanni og 15 ríkisdali í
málskostnað til Odds. Enn tremur lét Oddur dæma
embætti af Páli Torfasyni, sýslumanni í Snæfellsnes-
sýslu, fyrir meðferð á strandgózi, og tók af honum
og Snæbirni syni hans töluvert fé. Þetta hvorttveggja
var árið 1708.1 2
Árið eftir stefndu þeir Oddur og Beyer Jóni
Magnússyni sýslumanni í Strandasýslu fyrir dóm lög-
réttunnar. Gáfu þeir honum það að sök, að hann í
hjónabandi sínu hefði fallið í hórdómi með kvenu-
snift nokkurri og vakið með þessu stórt hneyksli, og
skjóta því nú til réttar, hvort hann ekki skuli hafa
fyrirgjört embætti sínu og öðrum fleiri náðarveiting-
um konungs. Hafði hann áður fyrri verið prestur
og þá gert sig sekan í sama broti bg.misst fyrir
það prestsskap. E'éll nú dómur lögréttunnar á þá
leið, að honum skyldi vikið frá embætti af fulltrú-
unumJ
Eftir að þeir félagar höfðu vikið Jóni Magnús-
syni frá embætti, tók Oddur undir sig Stapaumboð,
er Jón hafði hafði haft að léni. Auk þess gerðist
hann nú og sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Þetta
hvorttveggja, bæði sýsluna og umboðið, tók hann
undir sig án þess að leita staðfestingar á því hjá
konungi og hélt í mörg ár. Var uppgangur Odds
mikill í þá tíð og mátti enginn á móti spyrna. Hann
1) Árb. Espólíns YIII, kap. 7S.
2) Lögþingisbók 1709, XX.