Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 177
177
setti bú að Narfeyri eða öðru nafni Geirrauðareyrí
í Snæfellsnessýslu. Þar hafði áður búið Guðmundur
riki Þorleifsson lögmanns Kortssonar. Oddur hafði
lofast dóttur hans Guðrúnu, en hún og önnur börn
Guðmundar dóu í stórubólu 1707. Hafði Guðmundur
i tengdaskyni gefið honum Narfeyri og búið allt og
ætlaði að ánafna honum auð sinn allan eftir sinn
dag. Var Oddur nú talinn einn hinna ríkustu manna
á Islandi í þann tima.
Þeir fulltrúarnir héldu því áfram, sem þeir
höiðu byrjað. Páll lögmaður Vídalín og Jón sýslu-
maður Magnússon, er vikið var frá, höfðu fyrir
nokkru gjört samning sín á milli um skifti á Dala-
sýslu og Strandasýslu. Varð úr þessu töluverður
vafningur, en þeir Oddur og Beyer skárust nú í)eik-
inn og úrskurðuðu svo, að Páli bæri að taka að sér
Strandasýslu. Þetta mislíkaði Páli og vildi halda i
Dalasýslu, en þeir fulltrúarnir létu bjóða hana upp
og spennti Oddur afgjaldið af henni upp í 70 ríkis-
dali.1 Leiddi þetta eitt meðal annars til sundur-
þykkis milli þeirra Odds og Páls lögmanns. Hlífði
þar hvorugur öðrum, og fór svo með þeim, að þeir
Oddur og Beyer kærðu Pál fyrir ýmsar sakir á al-
þingi 1713 og viku honum frá embætti.2 Risu út af
öllu þessu hin mestu málaferli milli Odds og Páls
lögmanns.
Ein af skyldum Odds sem fulltrúa stiftamt-
manns var sú að sitja prestaréttinn á alþingi með
biskupi. Jón biskup Vídalín lét sér það vel lynda
að Oddur sæti réttinn, en Beyer vildi hann ekki
viðurkenna sem dómara í þeim rétti, nema því að
1) Lögþingisbók 1710, XIX og XXI.
2) Lögþingisbók 1713, II.
12