Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 178
178
eins að Oddur væri með, og bar hann það fyrir sig,
að hann væri ekki skipaður til þess af stift-
aratmanni.
Fvrst í stað fór allt skipulega raeð þeira Oddi
og biskupi, en það hélzt ekki lengi. Biskupi þótti
Oddur of ráðrikur að því er snerti veitingu brauða,
og þótti hann helst til afskiftasamur um kirkjuleg
málefni. Arið 1711 skrifar hann stiftamtraanni og
ber sig upp um ýmislegt. Kveðst hann nýlega hafa
fengið bréf frá Oddi og segi hann þar, að biskup
þurfi ekki að vænta af sér frekari vináttu en hing-
að til. »Að öðru leyti«, segir biskup, »læt jeg mér
annt um að ganga á undan öðrum með góðu eftir-
dæmi 1 því að halda uppi friði og eindrægni, og er
jeg mér ekki annars meðvitandi en að jeghafigjört
það. Enn frekar þykist jeg geta sannað það, að
jeg hafi látið minn eiginn persónulega rétt niður
falla til þess að lenda ekki í of miklum erjum við
menn út í frá. En að þvi er embætti mitt snertir,
get jeg ekki neitað því, að jeg nokkrum sinnum hef
snúist á móti öðrum, því jeg hef af veikum mætti
kostað kapps um að fyrirbyggja það, að ýmisleg
óregla gengist við, og hef jeg í því efni leitað að-
stoðar yðar þegar jeg ekki hef getað fengið hana
hjá öðrum. Þetta er allt og sumt sem óvildarmenn
minir geta borið mér á brýn. Guð gæfi að ein-
hverntíma kæmi að því, að yfirvöldin hér á landi
legðust á eitt til að fyrirbyggja lögleysu og óreglu
og létu ekki af ástríðum eða flokkadráttum leiðast
til annaðhvort að gjöra það, sem ekki er rétt, eða
láta það ógjört, sem rétt er«.1
Það er engum efa bundið að það er Oddur,
1) Stifsskjalasafn A 84 a.