Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 179
179
sem biskup sneiðir hér til. Að töluverð óvild hafi
verið vöknuð á milli þeirra um þessar mundir, má
bezt ráða af bréfi einu frá 1712, er Jón biskup
skrifaði frænda sínum Páli lögmanni. Aðalefni
bréfsins var um afhendingu Hólastóls af hendi Þrúð-
ar ekkju Björns biskups Þorleifssonar tii Steins
biskups Jónssonar. Þar segir meðal annars: »Bezt
er að þetta sé gjört sem fyrst áður Oddur hefur
hér i sínar fingur aftur, því öllum er hann til meius
gjörður, bæði vinum og óvinum*. Jón biskup hafði
átt i einhverjum smáerjum við Stein, en kveðst fús
til sátta við hann ef hann finni hjá honum hinn
fyrri trúskap við sig og að Steinn hafi ekki féndur
biskups eða hans ættmenna fyrir einkavini. Svo
framarlega sem hann ekki slíti öllum vinbrögðum
við þá, segir hann að aldrei geti orðið hlýtt milli
þeirra, því hann sé ekki svo skapi farinn, að hann
bindi fljótt aftur þann vinskap, sem eitt sinn hafi
brotinn verið.1
Eftir alþing 1712 varð þessi óvild þeirra Odds
og biskups að fullum fjandskap, og var sú ástæða
þess, er hér greinir. Oddur kom eigi það sumar til
alþingis og sat því biskup einn prestaréttinn, þvf
eigi vildi hann enn sem fyrr láta Pál Beyer sitja
hann með sér, þótt hann byðist til. Komu þar fram
óvenjulega mörg mál. Biskup dæmdi þar Jón Sig-
mundsson prest á Þykkvabæjarklausti (1677—
1725) frá allri prestlegri þjónustu fyrir það, að
prestur haf'ði vísað kvennmanni nokkrum frá altar-
isgöngu og borið það, að hún væri þunguð, en sá
þungi horfið á undarlegan hátt. Enn dæmdi hann
1‘2*
1) Lbs. 21 fol.