Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 181
181
»Eftir það biskup Vídalín hafði eina nótt að
Þingvöllum dvaliö og hvílst á Öxarár alþingi, þá
þann 11. júlí 1713 kom biskupinn að liðnum mið-
degi í tjald vísilögmannsins Odds Sigurðssonar og
dvaldi þar langa tíð. A sama degi um sólarlagsbil
kom biskupinn aftur í tjald vísilögmannsins og
dvaldi þar nokkra stund. A þeim degi sá eg bisk-
upinn svo af víni drukkinn, að hann gat varla á
hestinum setið, og fyrir þá orsök um sama tima þá
hann reið norður eftir hólmanum á sléttu sandeyr-
inni, sýndist mér falla af honum höfuðklæðið, bæði
hans flöjelskaskjet og parruqve,* 1 ofan á eyrina og
varð þar af hans eigin hesti svo og af öðrum hans
fylgdarmanna hestum fram hjá gengið á meðan það
var ekki af hans þénuium upp tekið. En greindur
biskup reið með bert höfuðið og rambaði eða slingr-
aði mjög á hestinum, svo mér virtist hann af
drykkjuskap mjög svo yfirkominn. Daginn þar eft-
ir, sem var sá 12. júlí, þegar greinds biskups ráðs-
maður Þórður Þórðarson hafði verið arresteraður2 í
lögréttunni fyrir hans orðbragð við lögmanninn
Lauritz Gottrup, þá safnaði biskupinn til sín mörg-
um af hans náungum, vinum, clientum3 og þénur-
um, og reið hann svo með alla þá sveit heilt skeið
og i fullum galoppe4 um landsþingið, bæði til iög-
mannsins Gottrups og sýslumansins Vigfúsar Hann-
essonar, og sýndist mér hann þá mundi vilja tent-
prestur að JBreiðabólstað i Vesturhópi (1721—1770). Skýrslan er
dags. Rauðatnel 9. júli 1714.
1) Þ. e. hárgerfi.
2) Tekinn fastur.
3) Skjólstæðingum.
4) Stökki.