Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 182
182
era1 að fá sinn ráðsmann af arrestinu, hvað biskup*
inn og endilega fékk, þá hann einu sinni hafði rið-
ið yfir til sýslumannsins Vigfásar Hannessonar með
þessum skara, svo ráðsmaðurinn Þórður Þórðarson
fvlgdist það kvöld laus með biskupinum heim að
Þingvöllum.
En það kann eg með fullum sannleik að vitna,
það frá þeim 12. og til þess 22. júlí continúerlega2
á hverjum einum degi skeði, (að einasta fráteknum
sunnudeginum 16. júlí, hvorn dag biskupinn hélt sig
kyrran heima á Þingvöllum), þá kom biskupinn í
visilögmannsins tjald tvisvar oftast á hverjum degi,
fyrst á morgnana snemrna og síðan aftur á kvöldin,
og tafði biskupinn þá stundum undir 3 tíma eða vel
lengur í visilögmannsins tjaldi, og gjörði biskupinn
með svoddan sínum besögelsum3 of't vísilögmanninum
uppihald í hans embættisforréttingum, þar þó lög-
maðurinn var á því alþingi af þeim, er þar'voru,
mest occuperaður4 og hafði stærstu annríki bæði
með yfirréttinn og synodíréttinn að administera5 sem
og aðrar f'orréttingar að expedera.6 Og þá biskup-
inn að þarfieysu kom svo titt til visilögmannsins,
þá kvartaði vísilögmaðurinn yfir við einn og annan
og einkum sjálfan biskupinn að hann gjörði sér ó-
nauðsynlegt uppihald. En það aktaði biskupinn svo,
að hanu kom eins eftir sem áður. En þá biskup-
inn kom til vísilögmannsins tjalds, þá tók ví.silög-
1) Freista.
2) Afrarahaldandi.
3) Heimsóknum.
4) Upptekinn.
5) Sjá um.
6) Afgreiða.