Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 183
183
maðurinn vel og sem bezt hann kunni á móti hon-
um og bauð honum vín, öl eða brennivín, eftir sem
hann iysti, hvað hann og gjarna þáði, og stundum
ef vín eða brennivín var ei strax biskupinum er
hann itin kom fram boðið, þá heimti biskup það og
skipaði að skenkja það fvrir sig, hvar af hann síð-
an drakk ófeilað og lystugt. Samt þó að vísilög-
maðurinn, sem áður er sagt, gjörði biskupinum eitt
og séihvað til þénustu á þessu alþingi, þá gat þó
ekki vísilögmaðurinn þar með præcaverað1 að bisk-
upinn eigi gjörði og talaði á sama alþingi aðskiljan-
legt, sem vísilögmanninum þótti sér vera til móðs
og despects.2 A meðal annars þá er eg vottur að,
að þann 12. júlí 1713 á alþingi um kvöldið, þá
biskupinn var kominn á hestbak hjá vísilögmanns-
ins tjaldi og visilögmaðurinn stóð þar hjá hans (o:
sínu) tjaldi til að varta hann upp, þá heyrði eg að
biskupinn sagði þessum eftirfylgjandi orðum við
visilögmanninn: »Mikill sJcelmir ert þú!« Sömuleið-
is þann 20. júlí þegar biskupinn þess dags morgun
kom eftir vana til vísilögmannsins tjalds og vísilög-
maðurinn einasta í nærklæðunum gekk út að taka
á móti honum, þá heyrði eg að biskupinn talaði til
visilögmannsins svolátandi orðum: »Þú hefur and-
skotann d höfdinu\« Einnig þann 21. júlí á sama
alþingi um kvöldið seint kom greindur biskup til
visilögmannsins tjalds, og sýndist mér þá téður bisk-
up aí sterku víni drukkinn vera, hvar fyrir vísilög-
maðurinn með báðum höndum hjálpaði honum að
ganga inn í sitt tjald, og skömmu þar eftir studdi
téður vísilögmaður biskupiun mjög hæglátlega svo
1) Komið í veg fyrir.
2) Yanvirðu.