Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 185
mann að framfæra og agera1 eina verðslega sök
fyrir lögmönnunum og lögréttunni, hvor sök þó ekki
viðkom sjálfum biskupinum. En allan þann tíma,
sem greindur biskup og vísilögmaðurinn saman voru
á þessu alþingi eða fundust, j á má eg sannferðug-
lega vitna og um bera, það framast mér var vitan-
legt, að vísilögmaðurinn hagaði sér og umgekkst í
höyflegasta og skikkanlegasta máta við biskupinn«.
Skýrslu á dönsku alveg samhljóða þessari og
undirskrifaða af Jóni Einarssyni, Halldóri Hallssyni,
Eiriki Olafssyni og Steindóri Helgasyni undir eiðs
tilboð sendi Oddur utan.2 Um þessi vitni Odds er
það að segja, að þótt máske hvorki Jón Einarsson
né Eirikur Olafsson megi teljast valinkunnir menn,
þá voru hinir 2 þó vel metnir. Steindór Helgason
varð síðar sýslumaður í Hnappadalssýslu (1728), og
bæði hann og Halldór Halisson voru hinir merk-
ustu menn.
Það má geta því nærri að þegar Jón biskup
varð þess vísari, að Oddur hafði tekið skriflegt vott-
orð um framferði hans á alþingi 1713, fór hann að
gjöra einhverja gangskör að því að fá sér andvitni
og bera af sér þennan ósóma. Hann fékk vottorð
tveggja manna, séra Andrésar Gíslasonar og Olats
biskupsþjóns Gíslasonar, á móti þessu, en í raun og
veru hrindir það vottorð engu af því, er í skýrsl-
unni segir, heldur leitast að eins við að draga úr
því og koma með afbatanir. Þannig játa þeir t. d.
að af biskupi hafi fallið höfuðfatið og hárgerfið, en
kenna því um, að hann hafi riðið örum hesti. A
móti því að biskup hafi riðið geyst ura þingið færa
1) Flytja.
2) Stiftsskjalasafn A 84 c.