Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 186
186
þeir það, að vegurinn sé ógreiður, en eins og allir
sjá er það léttvæg mótbára. Ekki þykjast þeir hafa
heyrt biskup tala neitt óvirðulega til lögmannsins,
en það sannar ekki að hann hafi ekki gjört það.
Ennfremur fortaka þeir ekki að biskup kunni að
hafa kastað upp ofan á lögmann, en segja þó fram-
burð hinna mjög svo ýktan, og færa það fram til
öfbötunar, ad raörgum sé kunnugt um að biskupin-
um eins og fleiri af hans ættmennum sé klýju-
gjarnt.1
Það var þó fyrst um haustið 1713, er biskup
var í yfirreið sinni þar vestra, að Oddi og honum
ienti saman fyrir alvöru. Hvor fyrir sig bæði Odd-
ur og biskup tóku skriflega skýrslu af vottum sín-
um um það, er fram hafði farið. Læt eg vottana
hér segja sjálfa frá því er gjörðist. Vottar Odds
voru þeir Jón Einarsson, Steindór Helgason, Hall-
dór Hallsson og Krtrín Abrahamsdóttir, og segist
þeim þannig fra.2
»Næstliðinn o. sept. 1713, hvorn sama dag all-
an og nóttina fyrirfarandi lögmaðurinn Oddur Sig-
urðsson hafði aldeilis vakað og án minnstu frátafar
setið við að skrifa, expedera og fullgjöra sína und-
irdánugustu memoriala3 og bréf til hans excellence
stiftbefalningsmannsins, með þvi lögmanninum lá þar
á stærsta makt, þar Stykkishólms skip, sem var
það eina danska skip hér, lá hér við landið í Snæ-
1) Lbs. iíl fol. Vitnisburður þessi er dags. Skálbolti 1. ág.
1715.
2) Lbs. 21 fol. Vitnisburðurinn er dags. Narfeyri 3. júlí
1711. A stöku stað er hér ofurlítið fellt úr og nokkrum orðum
vikið við.
3) Hugleiðingar.