Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 187
187
fellssýslu og meintist vera það einasta, sem hér frá
á þvi ári setlaði að sigla, lá þá hartnær seglbúið og
vildi endilega frá iandinu sigla f'östudaginn þann
8. sept., þá mitt í þessu lögmam.sins mesta annríki
ö. sept. um kvöldið í hálfrökkri, eða þá klukkan
kunni að vera nærri 9, kom biskupinn Jón Vídalín
aldeilis óforvarandi öllum heim til Narfeyrar ríðandi
með 9. mann, og var þá lögmaðurinn í sínu kamersi
með áhyggju og annríki mesta að skrifa sína mem-
oriala. Þá lögmaðurinn fékk að vita, að biskupinn
væri kominn, skipaði hann strax að Ijúka upp kirkj-
unni og bjóða biskupinum þar inn, hvað þá og án
tafar gjört var, og gekk biskupinn þar svo inn með
sinum mönnum og stóð varla eður ekki við í kirkj-
unni, heldur vék strax aftur út og f'ór á hestbak.
I þvl bili gekk lögmaðurinn út í kirkjuna og vildi
taka þar á móti biskupinum. Þegar lögmaðurinn
fann hvorki biskupinn í kirkjunni né kirkjugarðin-
um, þá gekk hann út að biskupsins hestum. Hélt
þar þá biskupinn og hans menn á hestbaki. Lög-
maðurinn gekk þá strax með stórri respekt berhöfð-
aður til biskupsins, sem sat á sínum hesti, og heils-
aði honum vel og virðingarlega. Því tók biskupinn
með orðunum stuttlega, en ei tók hann af sér höf-
uðfatið eða hrærði við því hið minnsta. Þá með
lítillátlegum orðum bað Jögmaðurinn biskupinn að
koma af baki og ganga inn í húsin. Þar til sagði
biskupinn: »Ja, nok!« Gekk svo biskupinn á undan
lögmanninum inn í bæinn á Narfeyri og í eitt ofan
og undir alþiljað hús, sem almenmlega er kölluð
gestastof'a. Þar var til búið með borðklæði yfir
borðiuu, sessum lögðum á bekkina og tveimur ljós-
um á borðinu. Þar bað lögmaðurinn biskupinn aðsitja
niður efst við borðið. Það gerði biskupinn fyrst sem