Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 191
191
fötum uppbúið, 0£ la°:ði biskupinn sig þá strax al-
klæddan með stígvélunum upp í samarúm og sagði:
»Eg er svo þreyttur og syfjaður að eg tcann hvergi
héðan að fara og hér vil eg endilega sofa«. Þegar
lögmaðurinn þetta heyrði og kunni fullkomlega sjá,
að biskupinn ætlaði endilega í þvi sama kamersi
um nóttina hvíla og biskupinn mundi ei í það sinn
óneyddur þaðan víkja, þá sagði lögmaðurinn: »Minn
herra hishup! Með því ei er annars Jcostur en þér
œtlið hér ahsolut1 að hlífa, þá bið eg yður þó að þér
hafið þolinmœði á meðan sœngin verður skikkanlega
og sem yður hœfir vel uppbúin«. Biskupinn svaraði:
»Ja nolc\« Þá sagði lögmaðurinn við Katrínu Abra
hamsdóttur að hún skyldi bera sægurfötin úr port-
loftinu og inn í lögmannsins eigið kamers og búa
þar um biskupinn. Hún nokkuð veigraði sér við
þvi, en lögmaðurinn sagi það yrði nú svo að vera,
því ei fengist annað af biskupinum, og svo var
sængin í lögmannsins eigin kamersi með beztu efn-
um sem til voru uppbúin fyrir biskupinn. En á
meðan verið var að reiða upp sængina, gekk bisk-
upinn um gólt i kamersinu aldeilis sem óþreyttur,
og um það leyti sagði lögmaðurinn einum af nálægu
fólki að taka saman dókumer.tin og pappírana, sem
láu laus á borðinu, og leggja þau í kamerskorn þar
i stofunni. Þegar nú biskupinn það sá, sagði hann:
»Er þetta secretœrinn2 i cancellíinu?« Item: »Eklci
þarf að taka saman eða hera hurtu lausu hréfin sem
hér liggja, þó eg sé eða hvíli hér í stofunni«. Samt
voru bréfin, sem voru á borðinu og í bekknum laus,
saman tekin og lögð þar inn í kantorinn, sem þó
»'v 1) Endilfga.
2) Ritarinn.