Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 194
194
svaraði lögmaðurinn: »Nokkur hestabýtti skal herra
biskupinn vel fá og svo mörg eg get gjört til hans
þénustu*. Þá sagði biskupinn aftur: »Eg œtla að fá
þér alla meidda, þreytta og skemda hesta«. Strax
eftir þetta veitti lögmaðurinn biskupinum og nokkr-
um af hans selskab te og franskt brennivín með
víðara.
Skömmu þar eftir kvaddi séra Þórður biskup-
inn og lögmanninn og reisti burtu. Síðan gekk bisk-
upinn út í kirkjuna á Narfeyri og tafði þar nokkra
stund, og á meðan varð lögmaðurinn af þreytu og
svefni svo yfirkominn, að hann gat sér varla uppi
haldið. Samt stríddi lögmaðurinn móti þvi að fara
að sofa, heldur þjáði hann sig til að vaka og vera
hjá biskupinum. Fylgdi síðan biskupinum til borðs
og máltíðar inn í litlu baðstofuna. Þar var svo
fenginn matur, og var máltíðin tilbúin sem bezt að
mögulegt var. En með því biskupinn nokkrum sinn-
um um máltiðina heimtaði franskt brennivín að
drekka, þá mátti lögmaðurinn líka drekka það með
honum, og því varð lögmaðurinn yfirkominn af vini,
þreytu og svefni, svo hann varla gat setið uppi út
máltiðina. Biskupinn var þá og um máltíðina svo
þreyttur og ölvaður, að það sýndist sem hann be-
svímaði1 lítið eftir máltíðina, svo að hans eigin menn
studdu hann i litlu baðstofuna. En að nær liðinni
máltíðinni sló biskupinn höstugt í borðið og slengdi
saman servettinum, skerborðum .og fötum, sem stóðu
á borðinu, og kastaði því að lögmanninum og und-
ir borðið og spillti matnum um borðið. Síðan gekk
lögmaðurinn samstundis burt úr því húsi og skildist
1) Fengið yfirlið.