Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 195
195
við biskupinn, og lagðist lögmaðurinn fyrir strax
þar eftir og fór að sofa, og ei vitum vér eða sáum
að lögmaðurinn gjörði nokkuð ósæmilegt við bisk-
upinn i það sinn; og það játum vér i sannleika, að
greindur lögmaður um þann tima, sem biskupinn
kom til Narfeyrar, sagðist hafa allan vilja til og
lagði alla ástundun á að þéna biskupinum og gjöra
honum til virðingar sem mögulegt var, jafnvel þó
biskupinn þangað kæmi í lögmannsins mesta annríki.
Ei sýndist oss annað en biskupinn væri af
vini drukkinn þegar hann á Narfeyri var um kvöld-
ið þess 5. sept., svo og heyrðum vér að biskupinn
bæði þá og þann 6. talaði kýmilyrði til lögmanns-
ins, svo sem þá biskupinn kallaði hann »prinsinn á
Eyrio. með víðara. En ei heyrðum vér lögmanninn
tala nokkur klámyrði við biskupinn, og um allan
þann tíma sem biskupinn dvaldi á Narfeyri, þá var
kirkjan þar oftast opin og ólæst, og stóð lykillinn
altíð kontínúerlega í skránni. Svo og um kvöldið 6.
sept. bauð lögmaðurinn, sem þá var af svefni attur
vaknaður, biskupinum vinsamlega góða nótt og sagði
hann velkominn, takandi afskeið við hann seint um
kvöldið, og var hann þá liggjandi í visilögmannsins
sæng. En um morguninn þann 7. sept. meðan allt
heimafólkið á Narfeyri var í svefni, þá strax með
birtu reisti biskupinn með sínum meðreiðarmönnum
og þénurum burt frá Narfeyri og kvaddi þá hvorki
lögmanninn né nokkurn af heimamönnum«.
Vitni biskups voru þeir Þorleifur Arason skóla-
meistari og Þorgils Sigurðsson staðarráðsmaður, og
er vitnisburður þeirra nokkuð á annan veg en of-
anritaður framburður og þannig hljóðandi:1
1) VitnUburðirnir eru dags. Drápuhlið 7. sept. 1713 og
13*