Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 196
»Anno 1713 að aftni þess 5. sept. kom velnef'nd-
ur herra biskupinn magister Jón Þorkelsson Vidalín
að Geirrauðareyri til að vísitera þar standandi kirkju
og sté af sínum hesti við kirkjugarðinn. Sem hann
hafði þar nokkra stund beðið, kom Jón Einarsson
(er þá var lögmannsins þénari) frá bænum og lauk
upp kirkjunni. Gekk þá biskupinn þangað og nokkrir
af oss, sem með honum vorum. Sem hann hafði þar
nokkra stund verið, talaði hann til Jóns Einarssonar
og óskaði að hann segði herra lögmanninum, að hann
vildi ei að stórt ómak væri fyrir sína skuld gjört.
Sín ósk væri einasta, að hann mætti þar um nóttina
hvilast, hvar til Jón svaraði á þann hátt, að innan
skamms tíma mundi sinn herra út þangað koma.
Til þess innti biskupinn oftar en eitt sinn. Síðan
gekk hann út úr kirkjunni og spásjeraði nokkra
stund þar úti fyrir kirkjugarðinum, og ásamt honum
núverandi Skálholtsstaðar ráðsmaður Þorgils Sigurðs-
son og eg. Eftir það kom þangað herra lögmaður-
inn Oddur Sigurðsson og bauð biskupinum til bæjar-
ins að ganga og gista þar um nóttina, hvað hann
og þáði.
Daginn þar eftir, sem var 6. sept., var herra
biskupinum, mér og monsr. Þorgils boðið til borðs at
herra lögmanninum ( húsi nokkru innarlega í bæn-
um, hvar eg meinti lögmannsins móðir Mdm. Sigríð-
ur Hákonardóttir hefði sitt aðsetur. í bland annara
orða er þeirra biskupsins og lögmannsins þar yfir
borðum á milli fóru, talaði lögmaðurinn Oddur Sig-
urðsson svolátandi orðum til biskupsins: »Var það
Staðarstað 3. sept. 1714 (Lbs. 21, fol. og 724, 4to). Þeir ern
báðir samhljóða, en hinn fyrri er á dönsku og er því hér fylgt
hinum síðara.