Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 199
1S9
bili kallaði hann og sagði: »Upp alla vinnumennina,
upp med tjaldið!« Þá kom móðir hans þar og bað
biskupinn ganga heim og hvílast þar um nóttina,
hvað hann kvaðst vilja íyrir hennar hófleg orð gjöra,
því ei þótti vænlega á horfast að menn mundu hvild-
ar í náðum njóta. Stóð hann upp og fylgdist með
henni og lögmanninum samt beggja þeirra þénurum
heim í þá stofu, sem vér áður vorum. Þar var bisk-
upinn samt eg oftast og Þorgils með honum þar til
vér meintum lögmaðurinn væri til hvílu genginn.*-
Nokkru eptir miðnætur skeið tók biskup sig svo upp
og reið á brott.
Þótt nú þessir vitnisburðir í fljótu bragði kunni
að þykja nokkuð andstæðir hvor öðrum, þá virðist
þó nokkurn veginn mega ráða af þeim, hvernig allt
hafi gengið til á milli þeirra biskups og lögmanns.
Það sem gjörir þá svo ósamhljóða er það, að vitnin
á báðar hliðar ganga fram hjá og þegja yflr því,
sem má verða þeirra málsaðila til hnjóðs hvors fyrir
sig, og vottorðin eru þannig löguð, að vitnin vel
þykjast geta staðið við þau, en þau segja að eins
ekki allan sannleikann. Enn t'remur ber þess að
gæta, að vitnin hafa ekki öll verið stöðugt samtímis
viðstödd, er þeir töluðust eða áttust við biskup og
lögmaður. í skjali, er Oddur lagði fyrir rétt á
Drangaþingi 12. febr. 1715, kveðst hann ekki muna
til að hann hafi talað þau orð til biskupsins, er þeir
Þorleifur og Þorgils bera, »en ef þau hafa skröfuð
verið, þá er auðráðið af orðunum, að það hefir talað
einn aldeilis víndrukkinn maður, sem hefir verið
þankalaus og frá sér, svo sem kannske eg verið hafi
um eftirmiddag þess 6. sept. 1713.«1 Oddur neitar
1) Lbs. 21, fol.