Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 200
200
því þannig ekki berlega, að hann kunni að hafa látið
sér þessi orð um munn fara. Að hinsvegar eitthvað
muni vera athugavert i vitnisburði þeirra Þorleifs
og Þorgils, má ráða af bréfi einu frá séra Jóni Jóns-
syni, er dags. er 14. febr. 1715, og lagt var fyrir
rétt á Drangaþingi. Bréfið hljóðar þannig:1 »Þar
fyrir gjöri eg hér með vitanlegt einum og sérhverj-
um, að eg segi það fullkomlega lýgi og ósannindi
berleg, að eg hafi áður velnefndan lögmanninn Odd
Sigurðsson hryggspennu tekið eður honum haldið,
svo hann eigi fram kæmi sínum vilja í stofunni á
Narfeyri þann 6. sept. 1713. En hefði eg það gjört,
væri sú mín tiltekt merkilega óskikkanleg, því eg
hvorki sá eður heyrði herra lögmanninn Odd Sig-
urðsson á þeim degi annað aðhafast en skikkanlegt
og sómasamt bæði til orða og gjörða, og þar með
sýndi hann bæði mér og öðrum ásamt veleðla vel-
æruverðugum herra biskupinum magister Jóni Þor-
kelssyni Vídalín stór höyflegheit og virðingu, það
framast eg til vissi.«
Aðalþráðurinn í viðskiftum þeirra biskups og
lögmanns virðist vera þessi: Þegar biskupinn kom
að Narfeyri um kvöldið 5. sept. hefir hann verið
kenndur og svo smámsaman svifið meir og meir á
hann af drykk þeim, er lögmaður veitti honum.
Biskup hefir haft gaman af að erta Odd, en hann
þoldi illa stríð og glettni, og hefir eflaust verið farið
að síga töluvert í hann um kvöldið eða nóttina.
Daginn eftir hafa þeir lögmaður og biskup sezt að
drykkju og báðir orðið ölvaðir, en lögmaður þó meir
sökum svefnleysis. Eflaust hafa svo yfir borðum
fallið einhver orð á milli þeirra, sem ekki eru tii
1) Lbs. 724, 4to.