Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 201
201
færð og máske ekki hafa verið merkileg, en þ6
kunna að hafa grafið um sig. Hefir svo lögraanni
sinnast og hann í ölæðinu sýnt sig líklegan til að
berja á biskupinum.
Biskup dró ekki lengi að hreyía þessu máli.
7. sept. 1713 skrifar hann konungi og skýrir frá þvir
hverjum afarkostum hann hafi átt að sæta af hendi
iögmanns. Þykist hann ekki hafa haft frið til að
gegna embættisverkum sínum (o: kirkjuskoðuninni)
fyrir yfirgangi hans, og klykkir út með þessum orð-
um: »Þess vegna er það mín innileg bæn til Yðar
Hátigriar, að þér, þar eð eg héðan í frá ekki get
verið óhultur urn líf eða limu fyrir lögmanninum,
vilduð taka mig undir vernd yðar til þess að fyrir-
byggja að nefndur lögmaður með ofstopa ráðist á mig
Yðar fátæka þegn og Guðs þjón.*1 Oddur skrifaði
einnig utan og skýrði frá málavöxtum.
Hinn 7. júlí kom bréf frá stiftamtmanni um
það, að máli þessu skyldi stefnt beint fyrir yfirrétt-
inn. En til þess að undirbúa það stefndi biskup
Oddi til vitnaáheyrzlu að Staðastað í Snæfellsnessýslu
3. sept. 1714, en Oddur stefndi aftur biskupi tii vitna-
ábeyrzlu að Dröngum á Skógarströnd 1. sept. 1714.
Mætti biskup þar sjálfur, en hvorki Oddur né neinn
fyrir hans hönd. Krafðist biskup þess af Sumarliða
Klemenzsyni, er settur var til að yfirheyra vitnin,
að hann dæmdi sér fararkostnað endurgoldinn, en
hann f'ærðist undan, og ekki vildi hann heldur bóka
þetta. Stefndi biskup Sumarliða þá til alþingis 1715.
En af vitnatektinni varð lítið að þessu sinni, því
Oddur kom ekki eins og áður er sagt, og vissu menn
það frekast til hans, að hann hafði farið sjóveg úr
1) Lbs. 724, 4to.