Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 203
203
þvl hann stefndi biskupi á ný að mæta tyrir þingi
á Dröngum 12. febr. 1715, og enn fremur til að mæta
fyrir yfirrétti á næsta alþingi og sanna þar áburð
þann um iögmanninn, er hann hafði sent til kon-
ungs. Biskup var óánægður með að mæta á Dranga-
þingi, því Sumarliði Klemenzson átti að halda þar
réttinn, en biskup hafði stefnt honum til alþingis,
eins og áður er sagt. Þó sendi biskup mann í sinn
stað, Hákon Hannesson sýslumann, en hann varð að
snúa aftur á miðri leið sökum ófærðar. Þrátt fyrir
fjarveru biskups lét Oddur taka eiða af vitnum sín-
um og bóka framburð þeirra. Þegar biskup hafði
spurnir af þessu stefndi hann Oddi á ný að mæta á
Stóruborg í Grímsnesi 27. júnf s. á., en fekk þar
þann úrskurð, að ekkert gæti orðið af vitnatektinni
með því að í stefnufrestinum væru nokkrir helgi-
dagar.* 1
Loks kemur málið fyrir yfirrétt 10. júlí 1715.
Oddur skipaði þar Jón Eyjólfsson varalögmann sunn-
an og austan til að sitja réttinn í sinn stað. Sjálfur
mætti Oddur fyrir réttinum, en biskup ekki. Voru
þá sendir 3 menn, 1 sýslumaður og tveir lögréttu-
menn, með bréfiega tilkynningu til biskups um að
mæta fyrir réttinum. Þeir komu af'tur og sögðu að
þjónar biskupsins hefðu sagt, að hann væri genginn
til rekkju, og hefðu þeir þess vegna ekki haft tal af
Hér er hnígin hurö að gátt,
hittir loku kengur.
Snoppung hefir enginn átt
ári hjá mér lengur.
Höfðu menn það fyrir satt, að Þormóður hefði gjört galdraveður
að Oddi, er hann sigldi heimleiðis.
1) Stiftsskjalasafn A 38 d.