Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 205
skólameistari Arason stefndi þar einnig Sumarliða
og Oddi fyrir aðgjörðir þeirra á Drangaþingi 1715,
en þeim stefnum var vísað frá af sömu ástæðum.1
Nú verður um hríð hlé á stefnuganginum, og
getur Jón biskup sjálfur ástæðunnar til þess í einu
af bréfum sinum til konungs.2 3 Hann segir þar, að
hann einkis réttar megi vænta meðan lögmaðurinn
hafi yfirráðin í landinu, vegna hins mikla myndug-
leika, er hann taki sér, og geti hann trauðlega feng-
ið nokkurn mann til að mæta í rétti fyrir sig, held-
ur verði hann alstaðar að mæta sjálfur. Oddur
mátti sín einmitt um þessar mundir meir en nokkru
sinni áður. Hann hafði 1714 tekið við lögmannsem-
bættinu af Gottrup og hlýddi nú engum að andæfa
honum. Sýndi það sig meðal annars i ýmsum þræt-
um, er þeir biskup og hann áttu í viðvíkjandi mál-
um þeim, er komu fyrir prestaréttinn. Gátu þeir
þar aldrei orðið á eitt sáttir í dómum sínum. Þann-
ig hafði biskup hafið mál á móti Halldóri prófasti
Pálssyni í Selárdal (pr. i Selárdal 1706—1733), því
hann var ofsafenginn mjög og bauð biskupi ójöfnuð
bæði í orðum og verkum, en Oddur studdi hann, svo
biskup varð á endanum að láta af allri málssókn
við hann.*
Enn koma mál Odds og biskups fyrir á þingi
1718. Biskup hafði stefnt þangað fjölda fólks, öllum
vitnum Odds og dómsmönnum þeim, er setið höfðu
réttinn á Drangaþingi, auk Odds sjálfs og Sumarliða
Klemenzsonar. Engir af þeim stefndu mættu að und-
anteknum þeim Oddi og Sumarliða, og þeir mættu
1) Lögþingisbók 1716, XXIV.
2) Stiftsskjalasafn A 36 d.
3) Árb. IX, kap. 16.