Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 207
207
svo, að hann ætti að vera Míiller til aðstoðar og taka
við embættinu að honum látnum.1
Niels Fuhrmann kom út síðla sumars 1718
Hafði stiftamtmaður skipað hann fulltrúa sinn á Is-
landi og var þar með höggvið stórt skarð í völd
Odds. Fuhrmann vildi koma betra skipulagi á ýmis-
legt hér í landi og taka af ýmsar óvenjur, og varð
hann því sumum hvimleiður. Hann bar óvildarhug
til Odds sökum yfirgangs hans, en allir þeir, er eitt-
hvað þóttust hafa að klaga til lögmanns, báru sig
upp við hann og væntu styrks at honum. Vorið
1719 reið Fuhrmann vestur í Snæfellsnessýslu og
kom í Brokey. Þar bjó Guðmundur Þorleifsson ríkir
er áður er getið. Hafði óvingast með þeim Oddi og
Guðmundi og að lokum risið af fullur fjandskapur,
enda hafði Oddur farið illa að ráði sínu við hann.
Hafði Guðmundur gefið honum Narfeyri og lánað
bonum 1000 dali í peningum, en ekki hreppt annað
fyrir en smán og óþakklæti. Hann bar sig upp við
amtmann og lofaði hann Guðmundi fylgi sínu.
Stefndi síðan Fuhrmann Oddi til Drangaþings fyrir
ýmsar sakir, lét dæma hann í sektir töluverðar og
þröngvaði honum til að gjöra svofellda sátt við Guð-
mund, að hann skyldi gjalda honum 900 dali í pen-
ingum og láta aftur af hendi við hann Narfeyri.
Þóttist Oddur verða mjög illa úti i þeim viðskiftum,
en Fuhrmann hafði það upp úr málunum, að Guð-
mundur arfleiddi hann að öllu sínu fé, og nam það
að sögn Odds rúmum 20 þúsundum dala.2 En upp
frá þessu fór auð og völdum Odds síhnignandi.
Arið 1719 lézt Gyldenlöwe stiftamtmaður. í
1) Árb. IX, kap. 21.
2) Stiftsskjalasafn A 68 a.