Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 1
Fundargerð
aðalfundar Ræktunarfélags Norðurlands 21. okt. 1944.
Ár 1944, laugardaginn 21. október, var aðalfundur Rækt-
unarfélags Norðurlands haldinn í húsi félagsins. Fundurinn
hófst kl. 1 e. h.
Formaður félagsins setti fundinn.
Þá var kosinn fundarstjóri, og hlaut kosningu formaður
félagsins, Jakob Karlsson.
Ritarar fundarins voru kosnir Árni Jóhannsson og Ár-
mann Dalmannsson.
Var þá gengið til dagskrár og fyrir tekið:
1. Kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru Júníus Jónsson,
Stefán Stefánsson, járnsmiður og Jón G. Guðmann.
Mættir voru: Frá Æfifélagadeild Akureyrar: Árni Jó-
hannsson, Ármann Dalmannsson, Þorsteinn Davíðsson,
Steindór Steindórsson, Stefán Stefánsson, Jón G. Guðmann
og Júníus Jónsson, og voru kjörbréf þeirra tekin gild af
fundinum.
Á fundinum var einnig mætt stjórn félagsins, þeir Jakob
Karlsson, Steindór Steindórsson og Stefán Stefánsson á Sval-
barði. Ennfremur var mættur framkvæmdastjóri félagsins,
Ólafur Jónsson, sem jafnframt er fulltrúi Búnaðarsambands
Eyjafjarðar.
2. Reikningar félagsins fyrir árið 1943. Framkvæmdastjóri
las upp reikningana og skýrði þá. Sýna reikningarnir, að
reikningsafgangur hefir orðið kr. 3329.60,