Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 7
Fundargeið
aðalfundar Ræktunarfélags Norðurlands 17. nóv. 1945.
Ar 1945, laugardaginn 17. nóvember, var haldinn aðal-
fundur Ræktunarfélags Norðurlands í húsi félagsins. Fund-
urinn hófst kl. 13.15.
Formaður félagsins setti fundinn.
Fundarstjóri var kosinn formaður félagsins, Jakob Karls-
son. Fundarritarar voru kosnir Jón G. Guðmann og Guð-
mundur Jónsson.
Var því næst gengið til dagskrár og fyrir tekið:
1. Kjörbréfanefnd var kosin: Júníus Jónsson, Þorsteinn
Davíðsson og Stefán Stefánsson, járnsmiður.
Mættir fulltrúar voru frá æfifélagadeild Akureyrar: Ár-
mann Dalmannsson, Júníus Jónsson, Stefán Stefánsson, Þor-
steinn Davíðsson, Kristján S. Sigurðsson, Steindór Steindórs-
son, Jón G. Guðmann og Guðmundur Jónsson.
Á fundinum voru einnig mættir stjórnarmeðlimir félags-
ins, þeir Jakob Karlsson, Steindór Steindórsson og Stefán
Stefánsson, Svalbarði. Ennfremur var mættur framkvæmdar-
stjóri félagsins, Olafur Jónsson, sem jafnframt er fulltrúi
Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
2. Reikningar félagsins fyrir árið 1944.
Framkvæmdastjóri las reikninga félagsins og skýrði þá.
Rekstursafgangur hefir orðið.............. kr. 10911.48
Eignir félagsins í árslok ................ — 197746.88