Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 16
18
3. Forrœktun í flagmóa og á mýri.
Sú kenning hefur verið mjög ofarlega, að skyndiræktun
væri ófullkomin ræktun, en bezt tún fengjust ef landið væri
brotið og herfað nokkrum sinnum og undirbúið sem akur,
í einni eða annari mynd, áður en úr því væri gerður varan-
legur töðuvöllur. Niðurstöður þeirra tilrauna, sem hér verð-
ur nú getið, virðast þó ekki styðja þessa skoðun. Tölurnar
eru mikið samandregnar, en það raskar á engan hátt hlut-
fallinu milli liðanna. Grasfræi er sáð samtímis í alla liðina.
Uppskera í 100 kg. heyhestum af ha.
I Flagmóanum I Mýrinni
Forræktun Forræktun
Ar 3 ár 3 ár 2 ár 1 ár Engin 3 ár 2 ár 1 ár Engin
1943 .......... 39.1 41.4 44.3 48.4 48.5 41.0 41.8 40.8 37.9
1944 .......... 65.7 70.2 73.3 71.0 70.8 76.1 74.0 77.9 86.4
1945 .......... 55.2 56.4 58.5 58.9 62.9 86.4 87.1 88.0 85.5
Meðaltal 3 ára 53.3 56.0 58.7 59.4 60.7 67.8 67.6 68.9 69.9
Það er síður en svo, að hagur sé að forræktuninni í til-
raunum þessum, en ekki er unnt hér að leiða rök að því,
hvað þessu valdi. Einkum er örðugt að skýra þetta að því er
tekur til mýrarinnar. Aðeins má benda á það, að með langri
forræktun kemur oft illgresi í landið, einkum arfi, sem getur
spillt fyrir grasfræsáningu. Nokkuð bar á þessu á tilraun-
unum, einkum í flagmóalandinu, en á það má jafnframt
benda, að liðir þeir í mýrlendinu, sem enga forræktun fengu,
máttu heita óvinnandi og voru mjög illa unnir þegar fræinu
var sáð og frá þeim gengið.
Æskilegt væri, að geta endurtekið þessar tilraunir, en
undirbúningurinn tekur alllangan tíma og talsvert umstang.
4. Samanburður á brennisteinssúru ammoníaki og
ammoniumnitrati, húðuðu og óhúðuðu.
Þótt þessi samanburður hafi aðeins verið gerður eitt sum-
ar þykir rétt að skýra frá árangrinum hér. Þetta er ekki gert
vegna þeirra pólitísku umræðna, sem orðið hafa um ammón-