Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 19
21
ur hirðing er léleg eða engin, annars er vinningurinn lítill.
Illgresisherfingarnar gefa mun betri raun einkum herfingin
með handherfinu, sem ef til vill kemur til af því, að hest-
herfingin raskar kartöflunum og jafnvel rífur þær upp ef
grunnt er sett.
Athyglisvert er það, að allmikill vinningur virðist að
hreikja. Hér af má draga eftirfarandi reglur: Setjið i flatt
og herfið garðana með illgresisherfi í þurru veðri einu sinni
til tvisvar eftir að sett er og þangað til kartöflurnar koma
uþp. Farið síðan einu sinni til tvisvar gegnum garðana með
arfajárnum, meðan grösin eru smá og hreikið þegar grösin
eru 15—20 cm. há.
6. Samanburður á mismunandi vaxtarrými og útsœði.
Tilraun þessi er gerð með bleikrauðum íslenzkum kart-
öflum, smáu og stóru útsæði. Mun láta nærri að meðalstærð
stóra útsæðisins hafi verið um 50 gr,, en hins um 25—30 gr.
Vaxtarrýmið er 33 cm. og 23 cm. milli kartafla í röðum. Þó
eru settar 2 kartöflur saman í hvern stað af smáa útsæðinu,
þegar vaxtarrýmið er 33 cm., en aðeins ein í öllum hinum
tilfellunum. Uppskera í 100 kg. af ha.
Ár Stórt útsæói Smátt útsæöi
33 cm 23 cm 23 cm 33 cm*)
1943 .................... 185.0 179.2 196.7 201.5
1944 119.8 100.0 120.8 133.3
1945 .................... 246.0 193.8 212.5 240.6
Meðaltal ................ 183.6 157.7 176.7 191.8
Svo virðist sem stóra útsæðið gefi betri raun ef vaxtar-
rýmið er gott. Smátt útsæði gefi betri árangur en stórt ef
vaxtarrýmið er lítið og tvær smáar útsæðiskartöflur í stað,
betri raun en ein stór.
7. Tilraun með valið og óvalið útsæði.
Valda útsæðið er týnt um leið og tekið er upp og lagt
strax í útsæðiskassa. Er svo ekkert hróflað við því fyrr en
*) Tvær kartöflur saman.