Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 23
25
Túnstærð hefur vaxið lítið eitt þessi árin, en garðar líkir
eða eins og árin á undan. Kornland var hvorugt árið meira
en einn ha.
III. Fræðslustarfsemin.
Sumarið 1944 var aðeins ein stúlka á vornámskeiði: Helga
Magnúsdóttir, Ólafsfirði. Sumarið 1945 voru svo þessar
stúlkur við garðyrkjunám í gróðrarstöðinni: Helga Magn-
úsdóttir, Ólaísfirði, vor- og sumarnámskeiði. María Ágústs-
dóttir, Ólafsfirði, vornámskeiði. Aðalbjörg Baldursdóttir,
Stóruvöllum, Bárðardal, vornámskeiði.
Ársritið fyrir árið 1943 kom út síðara hluta vetrarins
1944 og var hvorki mikið að efni né vöxtum. Er ýmislegt,
sem hefur torveldað útgáfu Ársritsins þessi árin, og verður
það ekki rakið hér.
Eins og að undanförnu hefur fjöldi fólks heimsótt stöð-
ina, en allur fjöldinn kemur og fer án þess við vitum á því
nokkur deili. Minnisstæðust verður heimsókn Vestfirðing-
anna síðastliðið sumar, er þeir fóru bændaför sína til Norð-
ur- og Austurlandsins.
Sú breyting varð á starfsliði stöðvarinnar síðastliðið vor,
að ungfrú Svafa Skaftadóttir, sem séð hafði um garðyrkjuna
tvö undanfarin ár, lét af því starfi, en við tók aftur Jóna M.
jónsdótt.ir frá Sökku í Svarfaðardal, sem áður var búin að
hafa þetta starf með höndum í 19 ár.
IV. Kúabúið.
Kúabúið hefur verið mér nokkurt áhyggjuefni þessi árin.
Það hefur ekki tekizt að halda því í æskilegu lagi og hefur
sérstaklega sótt í það horf, að allur fjöldinn af kúnum hefur
fært á sér burð og bera síðari hluta vetrar, en því fylgir að
nytin verður lægri. Nokkuð vinnst þó upp vegna þess að
meiri hluti mjólkurinnar er sumarmjólk og því mjög feit.