Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 25
27
þótt framlag til stöðvarinnar hafi vaxið nokkuð síðustu ár-
in, þá hefur þó reksturskostnaður vaxið miklu meira að til-
tölu.
VI. Iíreytingar.
Samkvæmt lögum, um tilraunir í þágu landbúnaðarins
frá 1940, er svo ákveðið, að tilraunastöð Ræktunarfélagsins
á Akureyri skuli vera ein af fjórunr tilraunastöðvum, sem
reknar verði af ríkinu og skuli landbúnaðarráðherra gera
samning við eiganda stöðvarinnar um afnot hennar. Síðan
1940 hafa tilraunastöðvarnar á Sámstöðum og Akureyri ver-
ið reknar samkvæmt þessum lögum, án þess þó að gengið
hafi verið frá nokkrum samningum og hefur þó tilraunaráð
þráfaldlega óskað eftir að þessu yrði kippt í lag. A síðast-
liðnu hausti gekk tilraunaráðið svo frá samningsgrundvelli,
sem hefur verið lagður bæði fyrir landbúnaðarráðherra og
eigendur stöðvarinnar. Hefur ráðherra falið tilraunaráðinu
að ganga frá samningum á þessum grundvelli og hefur stjórn
Ræktunarfélagsins fallist á þennan grundvöll fyrir sitt leyti
og samkvæmt umboði frá aðalfundi 1942. Hér verður þessi
samningsgrundvöllur ekki rakinn, en aðalatriði hans eru
þau, að Ræktunarfélagið leigir ríkinu tilraunastöðina, ásamt
öllu lausafé hennar, fyrir hóflega árlega leigu til tilrauna-
starfsemi, og verður hún eftirleiðis rekin algerlega á vegum
tilraunaráðs og undir stjórn þess. í raun og veru er þetta,
hvað stöðina áhrærir, engin breyting frá því, sem verið hef-
ur, því síðan tilraunalögin öðlust gildi, hefur þessi skipun
verið á höfð að öðrum þræði, þótt Ræktunarfélagið hafi
borið ábyrgð á rekstrinum. Starfsemi stöðvarinnar þarf því
ekki að truflast neitt við þessa breytingu.
Fyrir Ræktunarfélagið er þetta nokkur breyting og er
vandséð hvernig hún verkar. Mörgum kann að virðast sem
hagur þess og virðing rýrni við þessa breytingu, en svo þarf