Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 31
r
Atökin um stéttarsamtök bænda.
Inngangur.
Ég játa það fúslega, að mér hefur nú síðustu árin alloft
hlaupið kapp í kinn við lestur ýmsra ummæla, blaða og
tímarita, um landbúnaðarmál, eða þegar ég hef hlýtt á op-
inberar umræður um þau, en þar sem ég hef haft öðrum
hnöppum að hneppa, þá hef ég látið þessar umræður að
mestu afskiptalausar. Það skaðar líka sjaldan að velta mál-
unum nokkuð fyrir sér, meðan öfgarnar rísa sem hæst, við
það skýrast röksemdirnar og málin verða einfaldari og óper-
sónulegri. Vera má að einhverjum virðist Ársrit Ræktunar-
félagsins hvorki réttur né hagkvæmur vettvangur fyrir þess-
ar hugleiðingar mínar, en með því, að þær munu taka
nokkru meira rúm en æskilegt þykir um blaðagreinar, óvíst
hvort nokkru pólitísku málgagni þættu þær að öllu leyti
fengur, og túlka aðeins mínar persónulegu skoðanir á mál-
unum, þá sé ég ekki að ég eigi völ á öðru hentugra rúmi en
Ársritinu.
í eftirfarandi línum langar mig til sérstaklega að ræða
nokkuð árásir þær og aðkast, sem Búnaðarfélag íslands hefur
orðið fyrir upp á síðkastið frá einstaklingum og stjórnmála-
flokkum. Hef ég alltaf talið mér skylt að verja af fremsta
megni Búnaðarfélagið gegn óréttmætum ásökunum og árás-
um, fyrst og fremst vegna þess, að mér er það vel ljóst, að allt
sem hnekkir áhrifum þess og áliti, hlýtur að veikja og spilla
öllum okkar félagslegu búnaðarsamtökum, en auk þess hef
3