Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 35
37
aðarins forgöngumönnunum að kenna, þá hafa forgöngil-
menn margra annarra starfsgreina, ríkisstofnana, bæjarfé-
laga og sjávarútvegsins sízt verið hæfari. Sannleikurinn er
auðvitað sá, að það sem á strandaði, var skortur á fé og gjald-
eyri, og svo líka það, að fram að stríði var enginn almennur
áhugi fyrir aukinni tækni við þær framkvæmdir, sem ríki og
hæjarfélög höfðu með höndum. Þótti þá sumum þeirra, er
nú fjargviðrast mest yfir tækniskortinum, að minnsta kosti
í landbúnaðinum, meira máli skipta, að sem flestar hendur
kæmust að starfi og helzt sem lengst, heldur en að afköstin
væru sem mest og kostnaðurinn sem minnstur.
Sé vel að gætt, hefur líklega í engum atvinnuvegi vorum
árin fyrir styrjöldina, verið meiri tæknilegur vöxtur og gró-
andi en í landbúnaðinum. Sést þetta bezt, þegar það er at-
hugað, að framleiðsla landbúnaðarins er sívaxandi, þótt
fólkinu fækki stöðugt, sem að henni starfar. Gegnir furðu,
hve mikið af alls konar vélum landbúnaðurinn tekur til
nota á þessum árum, ekki aðeins við búreksturinn, heldur
líka í ýmis konar samvinnufyrirtækjum, mjólkurbúum,
frystihúsum o. s. frv., þrátt fyrir kreppu, fjárskort og mjög
óhagstæða gengisskráningu.
Svo skall stríðið á og velti yfir þjóðina dýrtíðinni og pen-
ingaflóðinu. Margir þeirra, er áður höfðu barizt í bökkum,
fengu nú fullar hendur fjár. Þeir, sem áður höfðu haft stop-
ula vinnu, höfðu nú ekki aðeins vinnu hvern virkan dag,
heldur tóku auk þess oft og tíðum önnur daglaun fyrir fárra
stunda eftirvinnu og helgidagavinnu, og keppnin um verka-
fólkið sprengdi alla taxta. Nú gat allur fjöldinn skyndilega
veitt sér það í ríkulegum mæli, sem hann áður, vegna efna-
hagsástæðna, hafði orðið að takmarka, og nú varð allt í einu
skortur á sumum þeim landbúnaðarvörum, sem áður höfðu
ekki verið að fullu seljanlegar innanlands án opinberra ráð-
stafana. Auðvitað var leiðbeinandi mönnum landbúnaðarins
um kennt, að nú skyldi vera skortur á þessum vörum, þótt
árin fyrir stríðið lægi stöðugt við borð, að þær yrðu óseljan-