Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 36
38
legar vegna offramleiðslu. Jafnframt var svo klifað á því, að
þessar framleiðsluvörur landbúnaðarins væru slæmar, jafn-
vel óætar og allt of dýrar, þótt reynslan sýndi, að miklu færri
fengju þær en vildu.
Að sjálfsögðu höfðu bændur fullan vilja á að auka fram-
leiðslu sína í samræmi við eftirspurnina, en slíkt verður ekki
gert í einni svipan, og svo var hér við ramman reip að draga.
í fyrsta lagi varð nú svo mikill skortur verkafólks við land-
búnaðinn, að heita má stórfurða, að framleiðslan skuli samt
hafa aukizt stríðsárin en ekki gengið stórlega saman, en hitt
var þó lakara, að nú kom það fljótt í ljós, að þótt einstak-
lingana skorti ekki fé og þjóðina ekki gjaldeyri til kaupa á
tækjum og vörum til framleiðslunnar, þá var hvorugt fáan-
legt nema af skornum skammti. Einkum var erfitt um útveg-
un alls konar véla og hentugrar sáðvöru og er svo að nokkru
leyti enn, og hlaut þetta, ásamt fólkseklunni, að torvelda
mjög allar búnaðarframkvæmdir.
Ég get þessa hér þeim til athugunar, sem kynnu að vilja
kenna það Búnaðarfélagi Islands og búnaðarráðunautunum
að landbúnaðurinn hefur ekki stóraukið framleiðslu sína og
gerbreytt rekstri sínum á stríðsárunum.
Þrátt fyrir alla innflutningsörðugleika og ódugnað leið-
beinandi búnaðarmanna, tókst þó á stríðsárunum, fyrir at-
beina þessara aðila, að fá fluttar hér inn til reynslu hentugri
skurðgröfur en áður höfðu verið notaðar hér og nýjar gerðir
dráttarvéla og leggja grundvöll að stórauknum innkaupum
búvéla, og ekki hefur ríkið þurft að hafa forgöngu um þessi
vélakaup eða að þrengja þeim upp á bændur, því að ekki
get ég talið það neina forgöngu, þótt ríkið yrði við þeim
kröfum leiðbeinandi búnaðarmanna og Búnaðarþings, að
gera Vélasjóði fært að kaupa og reka nokkrar skurðgröfur,
eða þótt það hafi, eftir tillögum frá milliþinganefnd Bún-
aðarþingsins, heitið þriggja miljóna króna framlagi, sem er
ekki annað en vaxtalaust lán til bænda, til kaupa á stærri
ræktunarvélum, eða þótt veittur liafi verið gjaldeyrir til bú-