Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 39
41
þing. Linnti þeim róstum eigi fyrr en nær öll þau ákvæði,
er vörðuðu Búnaðarfélag íslands, voru aftur numin úr lög-
unum. Eg hefi oft velt því fyrir mér, hver hafi verið aðalor-
sökin til þessarar herferðar og komizt að þeirri niðurstöðu,
að hún hafi verið klofningur sá, er um þetta leyti varð úr
stjórnarflokknum og leiddi til þess, að meiri hluti Búnaðar-
þings lenti í andstöðu við stjórnarmeirihlutann á Alþingi,
sem hugðist rétta hlut sinn með breytingu á lögum Búnaðar-
félagsins og nýjum kosningum til Búnaðarþings þá þegar, í
stað þess að bíða eftir því að kosningar færu fram með þeim
hætti, sem áður hafði tíðkazt.
Misklíð sú, sem nú hefur orðið með Búnaðarfélagi íslands
og ríkisvaldinu, er af líkum toga spunnin. Ný og nokkuð ó-
vænt stjórnarsamvinna tekst á Alþingi. Árekstur verður
milli Búnaðarþings og stjórnarmeirihlutans í nokkrum land-
búnaðarmálum og er það sízt að furða, því að stjórnarsam-
vinnan mun njóta lítillar bændahylli. Framsóknarflokkur-
inn mun óskiptur í stjórnarandstöðu, en hann hefur meiri
hluta á Búnaðarþingi, en auk þess hafa margir bændafull-
trúar Sjálfstæðisflokksins, bæði á Alþingi og Búnaðarþingi,
eigi getað aðhyllst stefnu stjórnarsamsteypunnar. Við þessu
er í sjálfu sér ekkert að segja. Við gumum hér af lýðfrelsi og
skoðanafrelsi, og stjórnarliðinu á Alþingi stendur sú leið
opin að reyna að vinna fylgi bændanna við kosningar, en ef
til vill þykir sú leið ekki sigurvænleg. Að öðrum kosti verður
ríkisvaldið að sætta sig við það, þótt fylgi þess á Búnaðar-
þingi sé lítið, og sé ég eigi annað, en þrátt fyrir það eigi
sæmileg samvinna að geta tekizt milli þess og Búnaðarþings,
ef þeirri meginreglu er fylgt, er ég tel að ætíð beri að fylgja,
að setja ekki nein mikilsvarðandi landbúnaðarlög í trássi við
búnaðarfélagsskapinn og fulltrúa hans. Til þess höfum við
ráðgefandi Búnaðarþing og búfræðiráðunauta, að ráðum
þessara aðila sé fylgt í landbúnaðarmálum, og sú búnaðar-
löggjöf, sem sett er í fullri andstöðu við þá, hlýtur að hafa
vafasamt gildi og verða ríkisvaldinu til lítils sóma.