Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 42
44
ið, þótt ekki hafi bólað á neinum áhuga í þá átt hjá þeim,
er mest hafa rætt um léleg afköst landbúnaðarins.
Það er ef til vill þarflaust að ræða nú orðið um sexmanna-
nefndarálitið, því samkomulag það, er á því byggðist, er ekki
lengur í gildi, og hygg ég þó, að saga þess sé ekki öll.
Svo var upphaflega ákveðið, að sú verðskráning landbún-
aðarvara, er byggðist á áliti sexmannanefndarinnar, skildi
haldast meðan stríðsástand ríkti í Evrópu. Sumir alþingis-
menn höfðu þó þegar í upphafi reynt að hlaupa frá sam-
komulaginu, og sumarið 1944 var það vitað, að meirihluti
Alþingis treysti sér ekki lengur til að halda gerða samninga,
og hafði einkum í huga að afnema útflutningsuppbæt-
urnar. Þá var það, sem Búnaðarþing féllst á það fyrir sitt
leyti, að verðhækkun sú, er samkvæmt sexmannaálitinu átti
að verða á landbúnaðarvörum þetta haust, og sem nam tæp-
um 10%, félli niður árlangt, gegn því að annað héldist ó-
breytt, kauphækkanir yrði ekki og frekari niðurfærslu á
landbúnaðarvörum yrði ekki krafizt fyrr en þeir, er taka
laun sín hjá öðrum, hefðu sýnt hliðstæðan þegnskap.
Á það má benda, að Búnaðarþing hafði vitanlega ekki
umboð bænda til þess að gera þessa tilslökun. Ályktun þess
verður því aðeins skoðuð sem ráðgefandi, þar sem það
leggur til við Alþingi, að þessi leið sé farin gegn þeim skil-
yrðum, er áður eru greind. Það má vitanlega þrátta um það
að eilífu, hvort þessi tilslökun liafi verið nauðsynleg eða hag-
kvæm eins og á stóð, en um það verður tæplega deilt, að með
þessu unnu bændur mikinn siðferðilegan sigur, sýndu trú
sína á þá stefnu, er hjá þeim hafði átt mest ítök, að verðbólg-
una yrði að sigra með almennum niðurfærslunr og sýndu
vilja sinn til að fara þá leið. Að þessi ákvörðun var líka hag-
kvæm fyrir bændur, kom raunar greinilega í ljós við útvarps-
umræður þær, er urðu síðar um haustið.