Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 46
48
að semja um stofnun hagsmunasambands, sem væri að mestu
óháð, en þó sérstök deild í Búnaðarfélagi íslands, og þótt
naumast verði sagt, að samkomulag næðist við sunnlenzku
fundarboðendurna, þá ákvað Búnaðarþing að vinna að því,
að þátttaka yrði sem almennust í fundi þeim, er þeir höfðu
boðað til og undirbjó verðlagsmálin þannig, að sá fundur
gæti gengið frá þeim til fullnustu og tekið þau í sínar
hendur.
Nokkurt hróp hefur verið gert að Búnaðarþingi fyrir af-
skipti þess af stofnun Stéttarsambandsins og talað um klíku-
skap í því sambandi. Ég fæ eigi skilið, hvernig Búnaðarþing
gat fleygt þessum málum frá sér, eftir að hafa unnið að und-
irbúningi þeirra í meira en ár, þótt stjórn Búnaðarsambands
Suðurlands fyndi köllun hjá sér til að stofna nýtt bændasam-
band á bak við Búnaðarfélag íslands og Búnaðarþing, þar
sem vilji bænda í þessum efnum var með öllu ókunnur,
jafnvel líka í Búnaðarsambandi Suðurlands. Sé einhvers
staðar hægt að nefna klíku í þessu sambandi, þá er það stjórn
Búnaðarsambands Suðurlands og hennar nánustu í herferð
þessari.
Búnaðarráðslögin.
Svo sem kunnugt er lauk þessu máli þannig, að stéttar-
samband bænda var stofnað á Laugarvatni dagana 7.-9.
september á þann hátt, er Búnaðarþingið hafði lagt til, en
það hafði gengið svo langt til móts við sunnlendingana, að
þeir máttu vel við una, ef fyrir þeim hafa aðeins vakað hags-
munamál bænda og fyrir Búnaðarþingi vakti það fyrst og
fremst að skapa almenn og sterk bændasamtök, er gætu tekið
að sér verðskráningu og verðjöfnun landbúnaðarvaranna
þegar er lög þau, er um það höfðu gilt og byggðust á sex-
mannaálitinu, yrðu látin niður falla. Þetta bar þó ekki til-
ætlaðan árangur svo sem kunnugt er, því stjórnin hafði
áður gefið út bráðabirgðalög og skipað, eftir tilnefningu