Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 50
varð hlutverk verðlagsnefndanna lítið annað en að fylgja
því.
Á Búnaðarþingi veturinn 1945 kom það mjög greinilega
í ljós, að sú tilhögun, sem höfð var á skipun verðlagsnefnd-
anna gömlu, átti litlurn vinsældum að fagna og að fulltrú-
arnir töldu sjálfsagt, að fulltrúar kosnir af bændum einum
önnuðust verðskráningu landbúnaðarvara í samræmi við
það, að flestar aðrar stéttir verðleggja vinnu sína og fram-
leiðslu. Það má áreiðanlega fullyrða, að sú skipun, sem
komst á þessi mál með búnaðarráðslögunum, er bændum
ekki að skapi og mun naumast verða þoluð til langframa.
Ég ætla ekki að deila á menn þá, er urðu svo lánsamir eða
ólánsamir að lenda í Búnaðarráði. Þeir geta allir verið mætir
menn. Suma ber ég svo mikil kennsl á, að ég get dæmt um
þetta af eigin raun. Aðra þekki ég ekkert. Ég get meira að
segja játað, að eftir ástæðum hafi þeim tekizt sæmilega og
dreg í efa, að um marga góða drætti hafi verið að velja, en
þetta þokar þeim engu nær því að verða fulltrúar bænda og
er vafasamt, hvort nokkur þeirra befði komizt í þessa stöðu
að lýðræðislegum leiðum. Þeir eru og verða fulltrúar þess
ríkisvalds, sem hefur valið þá, verkfæri í höndum þess til að
svifta bændur rétti til að verðleggja framleiðslu sína.
Leiðinlegast við allt þetta er, að enginn nauður rak stjórn-
ina til þess að ganga þannig á rétt bænda. Sjálf viðurkennir
hún, með afnámi verðlagslaganna, að stríðsástandinu sé
lokið og bændur höfðu tjáð sig reiðubúna til að taka verð-
lagsmálin í sínar hendur. Siðferðilega séð bafði ríkisstjórnin
engan rétt til að meina þeim það, nema svo aðeins, að hún
gæti rökstutt að það væri þjóðhættulegt, en það hefur ekki
verið gert. Fulltrúar þeir, sem bændur hefðu kosið til að
ráða þessum málum, mundu vafalaust hafa skilið ábyrgð
þá, er á þeim hvíldi, til fulls og leyst þau á þann hátt, er
þeir töldu bændum hagkvæmast og án þess að alþjóð væri
af þvi nokkur voði búinn. Vera má að lausnin hefði orðið
nokkuð á annan veg en hjá búnaðarráði, en óvíst með öllu,