Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 56
58
sarnböndin hafa með höndum og Búnaðarþing telur styrks
verðar á hverjum tíma.“
Þeir sem kynnu að hafa trúað þeim fullyrðingum, að
Búnaðarþing hafi ætlað að binda tekjur Búnaðarmálasjóðs
um ófyrirsjáanlega framtíð í gistihússbyggingu í Reykjavík,
geta af þessu séð, að hún er hrein og klár heimildafölsun,
gerð til þess að ófrægja Búnaðarþing, og í skjóli hennar á
svo að svipta Búnaðarþing öllum rétti til að ráðstafa tekjum
sjóðsins. Sannleikurinn er sá, að ef Alþingi leggur Búnaðar-
félaginu sómasamlegt fjárframlag til húsbyggingar sinnar,
þarf eigi að verja fé sjóðsins í þeim tilgangi nema að mjög
litlu leyti, og má þá verja megin hluta hans til meiriháttar
búnaðarframkvæmda í sveitum landsins. Hitt þarf engunr
að koma á óvart, þótt bændur og samtök þeirra sjái, að þörf
er að bæta úr því ófremdarástandi, sem gistihúsamál Reykja-
víkur eru í, svo mjög sem allir landsmenn verða að sækja
til þess staðar og svo mjög sem að því er unnið að gera þá
lionum háða á einn eða annan hátt.
Nefndarálit er lýsir ótrúlegu siðleysi í málsmeðferð.
Búnaðarþing samþykkti, með 24 atkvæðum gegn einu, að
æskja þess, að ákvæðið um íhlutun ráðherra, væri numið úr
Búnaðarmálasjóðslögunum og fluttu tveir þingmenn, þeir
Bjarni Asgeirsson, formaður Búnaðarfélagsins og Jón Sig-
urðsson á Reynistað, þessa breytingu á Alþingi. Þá gerast
þau stórmerki, að í stað þess að taka afstöðu með eða móti
þessari tillögu, flytja tveir þingmenn, kommúnistinn Sig-
urður Guðnason og sjálfstæðismaðurinn Jón Pálmason frá
Akri, þá breytingu við lögin, að ráðstöfun sjóðsins skuli al-
gerlega tekin úr höndum Búnaðarfélagsins og Búnaðarþings
en Búnaðarbankanum falin úthlutun fjárins til samband-
anna, í sömu hlutföllum og innheimtan nemur af hverju
sambandssvæði og skuli fénu varið til ræktunar og annara
framkvæmda í sveitum. Rökstuðningurinn fyrir þessari til-