Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 61
63
sér þessa afgreiðslu ógeðfellda, þá geta þeir kennt sjálfum
sér um.“
Ég skil varla í öðru, en flestum ofbjóði siðleysi það, er
kemur fram í þessum niðurstöðum nefndarálitsins. Það á
að hegna Búnaðarþingi fyrir að óska eftir afnámi á óvinsælu
og ótillilýðilegu ákvæði í lögum um Búnaðarmálasjóð, og
það á að hegna flutningsmönnum frumvarpsins um afnám
Jressa ákvæðis, með því að svifta Búnaðarþing öllum umráð-
um yfir sjóðnum og gerbreyta tilgangi hans. Það á að láta
þessa aðila kenna á því, hverjir það eru, sem valdir hafa og
livað það kostar að fetta fingur éit í gerðir þeirra. Þetta er
áþekk siðfræði eins og ef ríkis- og bæjarstjórnir tæku upp
á því að gera eignir þeirra manna upptækar, sem kvörtuðu
undan af háu útsvari eða skatti. Það er auðsjáanlega ekki
lengur málefnið, sem gildir, heldur það að ná sér niðri á
óþægum flokksmönnum og pólitískum andstæðingum. Eigi
þessi stefna að ná undirtökunum á Alþingi, getur það verið
all áhættusamt fyrir einstaklinga og stofnanir að korna þar
fram með umkvartanir, og vafalaust mun hún hvorki auka
álit eða traust þess.
Það má víst með sanni telja, að allt, sem höfundar þessa
sérstæða nefndarálits segja sér til málsbóta, sé uppspuni.
Þannig er mér algerlega ókunnugt um, að nokkur áróður
eða rógburður, um núverandi landbémaðarráðherra, hafi
átt sér stað í sambandi við mál þetta. Þvert á móti hafa allir
keppst við að lýsa því yfir, að það bæri ekki að skoða sem
vantraust á hann, þótt þess væri óskað að ákvæðið um íhlut-
un landbúnaðarmálaráðherra væri numið úr lögunum.
Stærsta ásökunin sem borin hefur verið á núverandi land-
búnaðarráðherra, í sambandi við þetta mál, er sú, sem stend-
ur í umræddu nefndaráliti, að samþykki hans, á tveggja ára
fjárhagsáætlun Búnaðarþings um Bémaðarmálasjóð, hafi að-
eins verið „að formi til“, en vera má að þetta sé líka upp-
spuni, en ef óskað er eftir augljé>sum sýnishornum um áré)ð-
ur og rógburð í sambandi við lögin um búnaðarmálasjóð,