Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 63
65
orðið um. Ég er smeikur um, að þessum mönnum verði
örugt að telja bændum trú um, að þetta sé smámál. Bún-
aðarmálasjóðurinn átti að vera framlag bænda fil allsherjar-
samtaka, og meðferð sú, er hann hefur hlotið hjá meirihluta
Alþingis, er opinber fjandskapur við þessi samtök og tilraun
til að hnekkja þeim. Mundi engin stétt telja slíkt smámál.
Niðurlag.
Ég hefi gerzt nokkuð fjölorður um Búnaðarmálasjóðinn,
en í sambandi við það mál hefur rógurinn um fulltrúa
bænda í Búnaðarfélagi íslands og á Búnaðarþingi náð há-
marki. Þessi svæsni áróður, sem hófst fyrir nokkrum árum,
en hefur sífellt færzt í aukana og virðist hafa það markmið
að grafa undan trausti bænda til þeirra manna, sem eiga að
leiðbeina þeim, og sem þeir ltafa vaiið sér að fulltrúum, og
umfram allt reynir að hindra, að bændur um land allt taki
höndum saman um hagsmunamál sín. Þetta tekst þó ekki til
lengdar. Bændurnir þekkja vel vald samtakanna, og hvaða
þýðingu það hefur að þjappa sér saman um allt, er varðar
hagsmuni stéttarinnar, bæði inn á við og út á við, og sú þró-
un verður ekki kæfð með neinum þrælatökum, meðan lýð-
frelsi ríkir.
Það er eðlilegt, að margur spyrji undrandi, livert sé stefnt
með þessum áróðri og beinum fjandskap við allsherjarsam-
tök bænda. Því verður ekki svarað hér nema að litlu leyti.
Til þess er málið varla nógu ljóst. Vera má, að stjórnarliðið
hafi í hyggju að hamla gegn hækkandi vísitölu og þagga
niður kaupkröfurnar frá verkalýð og launastéttum með verð-
lækkun á landbúnaðarvörum. Þá er öðru hvoru verið að
klifa á því, að íslenzkur landbúnaður geti ekki framleitt fyrir
erlendan markað, hann eigi aðeins að sníða framleiðslu sína
eftir innanlandsmarkaðinum, en jafnframt verði hann að
auka framleiðslu hvers einstaklings, sem að honum starfar,
og lækka framleiðslukostnaðinn, Ef forsendurnar, sem þessi
5