Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 65
Skurðgröfur Vélasjóðs 1942-45.
Undanfarin 3 ár hafa verið l)irtar í Frey skýrslnr nm fram-
kvæmdir á vegum Vélasjóðs, eru aðalþættir þeirra um skurð-
gröfur þær, sem keyptar hafa.verið fyrir fé sjóðsins og reynd-
ar og reknar með atbeina Verkfæranefndar ríkisins. Skýrsl
ur þessar er að finna í 11. tölubl. Freys 1942, 2.-3. og 5. tbl.
1943. í 3. tbl. 1944 og í 3.-4. og 6. tbl. 1945 (Þættir: Um
framræslu).
Nú eru fyrir hendi nokkur þáttaskipti í rekstri skurðgraf-
anna. Fleiri aðilar en Vélasjóður eignast skurðgröfur og
starfrækja þær, ræktunarsamþykktir, sem hyggja á hliðstæð-
ar framkvæmdir, eru settar.o. s. frv. Það er því nokkur
ástæða til þess að líta yfir framkvæmdir þær, sem gerðar
hafa verið á árunum 1942—45, jafnframt því sem birt er
skýrsla um rekstur vélanna árið 1945. Athuga reynsluna, sem
fengin er, bæði erfiðleika og árangur, mistök og sigra, er
mótað geti úrræði og aðgerðir á næstu árum.
Skurðgröfureksturinn 1942—45 á sinn aðdraganda. F.r
ástæða til þess að rekja hann í fáum orðum.
Skurðgrafa Skeið'aáveitunnar og skmðgrafan í Skagafirði.
Árið 1919 var keypt skurðgrafa til að vinna að greftri að-
alskurðar Skeiðaáveitunnar. Geir Zoega vegamálastjóri, sem
stjórnaði framkvæmd verksins, valdi gröfuna. Hún var frá
Bay City Dredge Works, í Bandaríkjunum, mikil vél, 30
smálestir og kostaði fullar 50 þús. krónur. Enda var verkefn-
5*