Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 79
81
12. mynd. Riss, sem sýnir hvernig er grafið með dragskóflu.
fyrir atbeina Vélasjóðs, sbr. 32. gr., staflið 2—3, og framkvæmdar eru af þeim
aðilum, sem tilgreindir eru í 35. gr. Nær sá styrkur til alls rekstrar skurð-
grafnanna, annars skurðgraftar, byggingar flóðgátta, brúa og flóðgarða.
J/3 kostnaðar heimilast viðkomandi aðilurn að taka að láni, en Vs skulu
landeigendur leggja fram sjálfir unr leið og verkið er framkvæmt.
Verk þau, sem styrkt eru af ríkinu á þennan hátt, geta ekki notið styrks
samkvæmt II. kafla þessara laga.
9. gr.
38. gr. laganna orðist svo:
Landbúnaðarráðherra gefur út reglugerð, að fengnum tillögum Verkfæra-
nefndar og Búnaðarfélags Islands, með nánari fyrirmælum um Vélasjóð,
starfssvið hans og framkvæmdir.
10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Með lögum þessum var markað nýtt spor. Vélasjóður var
gerður að framkvæmdastofnun, er kaupir skurðgröfur og
aðrar stærri ræktunarvélar, og lánar þær gegn leigu, en hef-
ur um leið umsjón nteð notkun þeirra og viðhaldi o. s. frv.
Við þetta komst meiri skriður á skurðgröfukaupin og notk-
6