Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 85
81
1. Vinnulaun .............. kr. 23.908.92
2. Olíur ...................... - 1.815.02
3. Vírar1)..................... - 200.00
4. Annar kostnaður............. — 990.00
Alls kr. 26.913.94
Kostnaður á grafinn rúmm. kr. 0.84 -j- leiga fyrir gröf-
una, kr. 0.50, alls kr. 1.34.
Framræslu- og áveitufélag Staðarbyggðar keypti skuvð-
gröfuna síðastliðið sumar. Leiga fyrir gröfuna er eigi að
síður reiknuð eins og venja er til. Félagið mun minna að
framræslu með gröfunni næsta sumar á félagssvæðinu.
V-4. (P ir H 7567.)
Árbœjarfélagið, Selfossi.
Vinna hófst 16. maí og var lokið 19. nóvember. Fyrst var
unnið í landi Sveins Jónssonar, grafnir þar 1500 lengdarm.,
7.750 rúmm. Þá var grafið á Laugarbökkum 3.9761engdarm.,
19.864 rúmm. Að því loknu var grafan flutt aftur að Árbæ
og grafnir þar 1.110 lengdarm., 5.533 rúmm.
Á tímabilinu 15. júlí til 31. ágúst unnu 3 menn að greftr-
num og höfðu vaktaskipti, svo að unnið var 16 tíma á dag.
Hinn tímann unnu tveir menn 8 tíma á dag.
Starfstími vélarinnar varð 160 virkir dagar, en 135 daga
var unnið að greftri meira eða minna.
Tafir frá greftri voru þessar:
Bilanir ............................... 9 dagar
Flutningar............................ 6 dagar
(Ekki unnið vegna orlofs .......... 10 dagar)
Alls voru grafnir 6.586 lengdarm., sem mældust 33.147
rúmm.
1) Megnið af vírunum, sem notaðir voru, munu hafa verið frá fyrra ári,
og andvirði þeirra talið i tilkostnaði það ár.