Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 91
93
Alls voru grafnir 6.434 lengdarm., sem mældust 30.753
rúmm.
Vinnuafköst hafa því orðið að meðaltali:
Dag hvern, senr unnið var að greftri, 240 rúmm.
Dag hvern, sem vinna stóð yfir, 139 daga, 221 rúmm.
Kostnaður við vinnuna varð sem hér segir:
Vinnulaun (2 menn) ....... kr. 19.145.13
Olíur ......................... - 1.912.14
Vírar.......................... — 1.418.00
Annar kostnaður................ — 566.70
Alls kr. 23.041.97
Kostnaður á grafinn rúmm. hefir því orðið kr. 0.75 -þ
leiga eftir gröfuna, kr. 0.50, alls kr. 1.25.
Vinnu í Hrunamannahreppi verður haldið áfram næsta
sumar.
V-8. (Wolf A. 3997.)
Landþurrkunarfélag Lýtingsstaðahrepps, Skagafirði.
Lokið var við að setja saman gröfuna og vinnubúa hana
9. júní, hófst gröftur mánud. 11. júní en var lokið 4. nóv.
Byrjað var að grafa í Hvammkotslandi, skammt frá fyrir-
huguðu brúarstæði á Svartá hjá Arnarstapa. Var grafinn þar
545 m. langur skurður. Þá var grafan flutt yfir melahaft, sem
skilur mýrarnar, og grafið áfram suður sveitina 3.610 m.
langur skurður, í löndum jarðanna Hafgrímsstaða, Brúna-
staða, Þorsteinsstaðakots og Þorsteinsstaða. Ruðningurinn
úr skurði þessum á að notast sem undirbygging vegar um
sveitina, en jafnframt þurrkar skurðurinn land til ræktunar
og gerir mögulega frekari framræslu til túnræktar á þeim
jörðum ,sem skurðurinn nær til.
Ennfremur voru grafnir tveir affallsskurðir frá aðalskurði
140 m. og einn túnræktarskurður á Þorsteinsstöðum 280 m.