Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 93
95
rúmm. koma að meðaltali á lengdarm. í lægðum mun þó
sums staðar þurfa um að bæta. Hver lengdarmetir vegarfyll-
ingar kostar kr. 8.57. Þar við bætist kostnaður við að jafna
ruðninginn. Sá kostnaður þarf ekki að fara fram úr 50 aur-
um á lengdarm. Kostar þá hver kílóm. vegar um 9 þúsund
krónur, án ræsa, án lagfæringar í 2—3 lægðum við ræsi og
án ofaníburðar. Má það kallast ódýrt, þótt hins vegar sé þess
að vænta að kostnaðurinn við framræsluna í Tungusveit
lækki eftir því sem verkinu miðar áfram, menn æfast o.s.frv.
V-9. (Cub. A. 3981.)
Áveitufélag Þingbúa.
Flutningi gröfunnar og samsetningu var lokið 22. júní og
tók vélin þá til starfa. Unnið var til 22. nóv. Tveir menn
unnu með gröfunni. Grafinn var aðalskurður ofanvert við
engjarnar í Þinginu, meðfram brekkunum gegnum lönd
jarðanna Brekku, Brekkukots, Axlar og fram í land Hnausa.
Landið, sem grafið var, reyndist mjög örðugt. Bleyta og
rótleysi eins og búizt hafði verið við, en samkvæmt mæling-
um og athugunum var talið, að nálægt 1.5 metra dýpi yrði
víðast komið niður á sand. I stað þess reyndist undirlagið
víða allgróf og föst möl, sem var mjög erfitt að grafa. Á köfl-
um hljóp skurðurinn svo mikið og fljótt saman, að snúa varð
við og grafa upp aftur. Sýna mælingar því engan veginn á
réttan hátt hvaða verki var afkastað. Á einum stað, þar sem
framsigið var mest, fór t. d. tveggja vikna vinna í að grafa
200 lengdarm.
Starfstími vélarinnar var 131 virkur dagur.
101 dag var unnið að greftri meira eða minna, en 30 daga
urðu þessar tafir:
Bilanir og tafir vegna þeirra .... 14 dagar
Tafir vegna þess að grafan fór ofan í 8 dagar
(Tafir rekstrinum óviðkomandi . . 5 dagar)