Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 95
97
rúmm., auk þess var grafið fyrir byggingum á tveimur stöð-
um, nam sá gröftur 294 rúmm. Vinnuafköstin verða því alls
14.145 rúmm.,1) en að meðaltali verða þau:
Dag hvern, sem unnið var að greftri, 133.4 rúmm.
Dag hvern, sem vinna stóð yfir, 113 daga, 125 rúmm.
Kostnaður við vinnuna var sem hér segir:
1. Vinnulaun ................. kr. 17.580.75
2. Olíur ................. - 1.828.30
3. Vírar .................. — 1.400.00
4. Annar kostnaður............. — 200.00
Alls kr. 21.009.05
Kostnaður á grafinn rúmm. kr. 1.48 -(- leiga fyrir gröfuna,
kr. 0.50, alls kr. 1.98.
Haldið verður áfram næsta sumar að vinna að framræslu
í Norðfjarðarhreppi, með skurðgröfunni. Verkefni er þarna
glæsilegt að mörgu leyti og þörf á aukinni ræktun, vegna
mjólkurþarfar kauptúnsins, sem ekki nær til annarra byggða
um mjólkuraðdrætti. Landið, sem á að ræsa fram næsta
sumar, er yfirleitt stórum auðveldara en land það, sem ræst
var 1945.
Að gefnu tilefni er vert að geta þess, að skurðgröfturinn
í Norðfjarðarhreppi var mjög vel af hendi leystur, skurðir
mjög vel grafnir, eftir því sem jarðvegur leyfir, ruðningur-
inn lagður vel frá o. s. frv. Norðfirðingar hafa tekið á þessu
ræktunarmáli með röggsemi og bjartsýni, og þótt vinnan
hafi orðið þar nokkuð dýr miðað við rúmmál skurðanna,
má vænta betri árangurs á því sviði, þegar verkinu miðar
áfram. Er sízt ástæða til að telja illa af stað farið eða á haldið.
1) Hér, og í töflunni á l)ls. 98—99, er grunngröfturinn talinn með í
kostnaði, og tekið tillit til þess, þegar reiknaður er kostnaður á rúmm. Hins
vegar er grunngröfturinn að sjálfsögðu ekki talinn með rúmmáli skurða.
7