Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 101
104
Tafla II. Kostnaður við skurðgröfuvinnu 1942—45.
1. Vinnulaun ... kr. 441.827.64 - 82.54%
2. Olíur . . . - 37.406.78 - 7.00%
3. Vírar . . . - 34.226.50 - 6.39%
4. Annar kostnaður ... ... - 21.809.83 - 4.07%
Alls kr. 535.270.75 = 100.00%
Ef vélaleigan er talin með, skiptist kostnaðurinn þannig:
1. Vinnulaun ............ kr. 441.827.64 = 56.193%
2. Olíur .................. - 37.406.78 = 4.757%
3. Vírar .................. - 34.226.50 = 4.353%
4. Annar kostnaður....... - 21.809.83 = 2.774%
5. Vélaleiga .............. - 250.990.00 = 31.923%
Alls kr. 786.260.75 =100.000%
Viðvíkjandi tölunum í töflu II vekur það mesta athygli
hve vinnulaunin eru mikill hluti kostnaðar, og hve olíurn-
ar, hráolía og smurningsolíur, er lítill hluti kostnaðarins.
Um vírana má taka það fram, að sá liður er hærri en hann
ætti að vera að réttu lagi. Skortur hefur verið á góðum vír-
um, en lélegir vírar endast illa og verða dýrir í notkun. Þar
við bætist, að óæfðir ntenn slíta alltaf miklu meira af vírum
heldur en æfðir menn, en mjög mikill hluti af því, er grafið
hefur verið undanfarin 4 ár, hefur af eðlilegum ástæðum
verið grafið af óæfðum eða lítt æfðum mönnum.
Liðurinn, annar kostnaður, verður ekki skilgreindur, en
óefað ætti verulegur hluti af því, sem talið er á þeim lið, að
teljast með vinnulaunum.
Um leiguna, sem greidd er fyrir gröfurnar, mun ég ræða
síðar.