Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 102
105
19. mynd. Malarhaft. (Ljósm. Á. G. E.)
Reynsla og horfur.
Að sjálfsögðu hefur fengist allmikil og margháttuð reynsla
við rekstur skurð.grafanna þessi ár, umfram það sem töflur
þær og tölur, sem hér hafa verið framsettar, sýna og sanna.
Skal hér aðeins drepið á nokkur atriði.
Jarðvegur.
Gröftur í forarmýrum, eins og á Staðarbyggð og í Þing-
inu, hefur gengið langtúm betur en búizt var við. Eigi að
síður er við mikla erfiðleika að etja, er nota skal gröfur af
Jóessari gerð við slíka framræslu. Til þess eru þær alls ekki
ætlaðar. Þegar um er að ræða land, keldur og kíla, sem ekki
er fært um með hesta, en þó reiðingsvelta þess á milli, og
óvíða verður vart við neinn fastan botn, er eigi við öðru að
búast, en að margháttaðrar varúðar verði að gæta, er til tafa
verði, við notkun véla er vega 9—11 smálestir. Hins vegar er
ekki sjáanlegt að nein völ hafi verið, eða sé, á vélum af ann-
arri hentugri gerð, er hefðu gert fært t. d. að ræsa fram Stað-
arbyggðarmýrar á hagkvæmari hátt og með minni kostnaði.