Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 117
120
a. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, haldinn á
Akureyri dagana 26. og 27. janúar 1945, getur ekki fallizt á
þá miklu röskun á starfsemi búnaðarfélaganna, sem frum-
varp Gunnars Bjarnasonar felur í sér, og telur sérstaklega
óhreppilegt, að starfssvið búnaðarfélaganna sé stærra en eitt
sveitarfélag.“
b. Út af erindi um skipulag landbúnaðarins: „Þar sem
ríkir svipað styrjaldarástand og í fyrra, vísar fundurinn til
samþykktar þeirrar, er gerð var í þessu máli á síðasta búnað-
arsambandsfundi.“
c. „Fundurinn skorar á næsta Búnaðarþing, að beita áhrif-
unr sínum á þing og stjórn með það, að styrkir til framræslu
verði stórauknir frá því sem nú er, og nægilegt fé verði lagt
fram til kaupa á stórvirkum jarðyrkjuvélum, svo að því
marki verði náð á næstu árum, að allra heyja verði aflað á
ræktuðu og véltæku landi.“
d. „Fundurinn felur Búnaðarþingsfulltrúum sambandsins
að leita eftir möguleikum til þess að fá skurðgröfu til viðbót-
ar á sa rn bandssvæðið.“
e. „Fundurinn telur, að fiskirækt í ám og vötnum sé ritt
af framfara- Og velferðarmálum landbúnaðarins, sem fyllsta
ástæða sé til að meiri gaumur sé gefinn en verið hefur. Hvet-
ur fundurinn þá aðila á sambandssvæðinu, er möguleika
hafa til fiskiræktar, til að stofna fiskiræktarfélög. En sérstak-
lega skorar fundurinn á stjórn Fiskiræktarfélags Eyjafjarðar-
ár, að hefja framkvænrdir þegar í stað.“
8. Þá kom fram svohljóðandi tillaga, er var samþykkt með
öllum atkvæðunr:
„Aðalfundur Búnaðarsanrbands Eyjafjarðar, 26. og 27.
janúar 1945, telur fulla nauðsyn á, að áburðarverksmiðja sé
reist hér í landi, til öryggis fyrir landbúnaðinn. Hann telur
það illa farið, ef framkvæmd verks þessa skyldi dragast unr
óákveðinn tíma. Fundurinn lítur enn fremur svo á, að sanr-
kvæmt framkomnum rannsóknum og athugunum um fram-
leiðslukostnað, sem ekki hafa verið véfengdar, að áburðar-