Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 126
129
mat á jarðbætur landsmanna. Bændur liafa allt að þessu
tregðazt við að bæta ræktunina, m. a. vegna skammsýni, og
í öðru lagi og mikið fremur vegna úrræðaleysis, og á ég þar
aðallega við framræsluna.
Hér er þó sanngjarnt að undanskilja nokkra bændur, sem
eru svo að segja í hverri sveit, bæði hér og annars staðar á
landinu, er hafa frá fyrstu tíð innt af hendi vandaða ræktun,
en nábúarnir hafa oftast gefið því verki, þeirri fyrirmynd,
allt of lítinn gaum.
Nú er allt annað viðhorf en 1930, og bændur hafa lært
mikið á þessum 15 árum, en sá lærdómur hefir orðið óþarf-
lega dýr, tekið of langan tíma. En hér eftir verður það fleira
og áhrifameira en jarðræktarlögin, sem skapa aðhald að
ræktunarmálunum.
Auk þess, sem bændur vita nú, að slærn ræktun verður
alltaf dýrust, krefst véltæknin fullkomnari ræktunarfrágangs
heldur en hin ófullkomnari bútækni, annars verður henni
ekki beitt nema að litlu leyti.
Bændum til málsbóta og trúnaðarmönnum Búnaðarfélags
fslands til afsökunar, vil ég þó taka það fram, að þótt styrkur
hafi verið greiddur út á lélegar umbætur, sem ekki hafa
uppfyllt kröfur þær, er settar hafa verið í jarðræktarlögun-
um, þá er það staðreynd, að allar þessar jarðræktarfram-
kvæmdir standa til stórbóta og munu nú á næstu árum verða
fullkomnaðar, þegar það úrræðaleysi, sem ríkt hefir, sérstak-
lega viðvíkjandi framræslunni, verður úr sögunni.
Skilyrði til að framkvæma góða ræktun eru nú fyrir hendi
og ber því skylda til að halda enn betur ákvæði jarðræktar-
laganna en verið hefir, eða láta ekki illa unnin verk njóta
styrks.
Auk þess sent ræktunarlönd hafa verið betur þurrkuð síð-
ustu ár og það stórum bætt ræktunina, hafa bændur nú lært
að velja betra land til jarðræktar en áður tíðkaðist. Og á
meðan gömlu túnin eru ekki fullræktuð, verður auðvitað
hagkvæmast fyrir bóndann, og einnig menningarleg skylda
9