Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 127
130
hans, að útrýma túnþýfinu algjörlega, svo framt, að lega
túnsins að öðru leyti sé þannig, að henti vélum. Um þetta
eru allir bjartsýnir ræktunarmenn sammála og munu haga
verki sínu samkvæmt því.
Sléttun túnþýfis nýtur mikið hærri styrks frá því opinbera
nú og næstu ár en önnur ræktun, þarf minni áburð, og túnin
eru í flestum tilfellum nægilega þurr. Séu þau stórþýfð,
þarf að varast alla skyndiræktun, eigi þau að verða vel slétt.
Framrœslan. Tvö s. 1. ár hefir framræslan, undirstöðu-
skilyrði góðrar ræktunar, verið tekin fastari tökum en
nokkru sinni fyrr.
A sambandssvæðinu var framræsla alls, frá árinu 1930 til
1942, aðeins rúmir 137 þúsund rúmmetrar, en 1943 nemur
lnin 35930 rúmm., 1944 57480 rúmm. og á síðastl. ári, 1945,
hafa alls verið grafnir 96147 rúmm., eða rúmlega 9 sinnum
meira en meðalafköst voru árlega frá 1930 til 1942.
Hér er með reiknuð öll framræsla á sambandssvæðinu,
bæði ræktunar- og áveituskurðir. En þar sem framræslan
með skurðgröfunum er ekki tekin með á meðfylgjandi jarða-
bótaskýrslu, tel ég rétt að láta hér fylgja mál þeirra rœktun-
arskurða, er gerðir hafa verið með gröfunum.
I. Grafið 1944 í Svarfaðardal:
1. Ölduhrygg....... framræst 2137 rúmm.
2. Hánefsstöðum . .--------- 2738 —
3. Uppsölum................. 3502 —
4. Völlum ................. 4296 -
Grafið 1945:
5. Brautarhóli ....-------- 1269 —
6. Gröf.................. 1442 -
7. Hofi.................. 4067 -
8. Hofsá................. 4335 -
9. Skeggstöðum ....--------- 710 —
10. Hofsárkoti ............ 2954 -
Samtals 27450 rúmm.