Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 130
133
hornstólpum) mikið meira en óvandaðri, (girðingar án
steyptra horn- og hliðarstólpa) virðist ganga treglega að fá
bændur til að gera varanlegar og smekklegar girðingar.
Styrkur á girðingar með steyptum horn- og hliðarstólpum er
það hærri á hverja einingu. (Á 10 m. styrkur kr. 2.50 að
viðbættri dýrtíðaruppbót um 180%) að ef lengd girðing-
anna fer yfir 600—800 m., er þessi styrkaukning í flestum
tilfellum meira en nóg til að greiða efnið í steypta stólpa
girðinganna.
Þegar bændur þurfa að girða, þá verða þeir fyrst að gera
sér fyllilega ljóst, hvort um er að ræða varanlega girðingu,
sem á að standa í fjölda ára, eða aðeins bráðabyrgðagirðingu.
Flestar girðingar eru gerðar eins og þaár ættu að vera til
bráðabirgða, vegna þess að þær eiga að vera ,,ódýrar“.
Reynslan sýnir, að óvönduðu girðingarnar eru aðeins ó-
dýrar í byrjun, og ekki sízt síðan vinnuaflið er orðinn stærsti
útgjaldaliður búrekstursins, því að þessar óvönduðu girð-
ingar verða dýrastar allra girðinga vegna viðhalds, auk þess
ótryggar, ljótar og skaðlegar skepnum.
Hlöðubyggingar. Byggingarframkvæmdir hafa verið tals-
verðar á síðasta ári, og þá sérstaklega hlöðubyggingar, en
misjafnlega vel gerðar eins og verða vill með flestar fram-
kvæmdir.
Kunnugt er, að bændur hafa notað mikið efni úr her-
mannaskálum í hlöður. Hlöður þessar, sem teknar hafa verið
út á sl. sumri, eru steyptar að meira eða minna leyti, þak
þeirra úr járnbogum, sem sennilega endast vel.
Aftur á móti eru járnplöturnar í þessum skálum þunnar,
ógalvaniseraðar, og því endingarlitlar, jafnvel þó að þær
séu bikaðar. Nokkrir bændur hafa fengið skála úr galvani-
seruðu járni, sem er fyrsta flokks byggingarefni.
Með tilliti til þess, að innflytjendur hafa gefið þær upp-
lýsingar, að hægt verði að útvega og jafnframt lofað að út-
vega bændum betra efni, (galvaniserað járn) til viðhalds og
endurbygginga á þessunr hlöðum, virðist ekki í óefni stefnt,