Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 135
138
í fyrra kom í Búnaðarsamband Eyjafjarðar nær 200 þús.
kr. jarðabótastyrkur, og í ár sennilega rúmlega 220 þús. kr.
Þetta fé verða bændur að setja í ræktunina aftur. Saurbæjar-
hreppur fékk í fyrra styrk, sem gat nægt til kaupa á einni
vélasamstæðu, án þess að fá ríkislán, og umbætur í Saurbæj-
arhreppi eru ennþá meiri á sl. ári. Ef Búnaðarfélag Saurbæj-
arhrepps leggur þessa peninga í vélakaup, getur það á næsta
vori átt skurðgröfu, beltisvél með ýtu, lokræsaplóg og jafnvel
fleiri stórvirkar vélar skuldlausar. Eftir tveggja til þriggja ára
notkun þesara véla í hreppnum, væri búið að þurrka upp allt
ræktanlegt land, slétta öll tún, leggja upphleyptan veg frá
Núpufelli inn að Hólum, og auk þess akveg heim á hvern bæ
í sveitinni.
Reynslan sýnir, að stórvirkn vélarnar greiða andvirði sitt
sjálfar, ef verkefni er fyrir hendi. Þess vegna má ekki hræð-
ast upphæðir þær, sem greiða verður fyrir þær.
4. marz 1946.
E. B. Malmquist.
IV. Búvélaeign og heimilisþægindi.
Þó jarðabótaskýrslurnar geymi mikinn fróðleik og sýni
nokkurn veginn rétta mynd af ræktunarumbótum líðandi
tíma, þá er það augljóst mál, að þær geta ekki gefið kom-
andi kynslóðum fullnægjandi upplýsingar um hina búfræði-
legu þróun og tækni. Aftur á móti getur skrásetning heim-
ilisþægindi, búvéla og fl. beint og óbeint gefið mjög óvil-
lralla lýsingu á vinnubrögðum og búrekstri á hverjum tíma,
heimilisiðnaði og öðrnm myndarskap, sem telst í dag, en
getur verið úreltur og horfinn eftir nokkur ár.
Þessi skýrslusöfnun hefði átt að vera komin á almennt um
landið mikið fyrr (t. d. á 5 ára fresti), en einmitt nú á næst-
unni getum við vænzt mikilla breytinga í vinnutækni o. 11.,
svo það er vel farið, að byrjað er á slíkri skrásetningu.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar byrjaði að safna til þessara