Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 136
139
skýrslna 1943, en þar eð síðasta aðal Búnaðarþing ákvað
skýrslusöfnun um allt landið á s. 1. ári, hefir verið bætt inn á
þessa skýrslu og teknar til greina þær breytingar, sem orðið
hafa síðan og náðzt hefir til.
Ymislegt fleira en greinir í skýrslunni, hefði verið ástæða
til að taka með, en þar sem ekki náðist í upplýsingar frá öll-
um búum því viðvíkjandi, var því sleppt. Ávinnsluherfi eru
ekki tilfærð á skýrslunni, en þau eru nú til á svo að segja
hverjum bæ, þó mjög misjafnlega fullkomin, oftast keðju-
eða hlekkjaherfi, gaddavírsherfi og stundum aðeins hrís-
slóðar.
Taðkvarnir eru að mestu horfnar úr sögunni hér í Eyja-
firði, þykja seinvirkar og alit of dýr vinna með þeim, miðað
við núgildandi kaupgjald, enda sauðatað mest notað í ný-
ræktarflög eða garða, en herfað niður með diskaherfi, bæði
við þá notkun og eins, ef það er borið á tún, þá stungið út og
rnulið með diskaherfi áður en það er borið á völlinn.
Hverfisteinar og smergelskífur eru til á allflestum bæjurn,
og nti í seinni tíð þannig útbúnar, að sami maður getur bæði
stigið og skerpt.
Skilvindur hafa lítið verið keyptar síðustu 6 ár, en eru
samt til á langflestum heimilum, þótt mjólk sé send á mark-
að óunnin. Sama gildir nteð strokka. Bæði þessi áhöld þykir
hentugt að hafa og grípa til, ef mjólkurflutningur teppist á
vetrum, og eins til að vinna úr mjólkinni smjör til heima-
notkunar.
Útungunarvélar eru aðeins 11 á sambandssvæðinu. Stærð
þeirra er um 240 eggja, hitaðar með olíu og flestar með sjálf-
regulerandi hitatæki, en að öðru leyti ófullkomnar, miðað
við nýjustu rafmagns-útungunarvélar.
Bindingsvélar eru að komast í notkun, af nýrri og betri
gerð en var notuð hér fyrir stríð, og þykir tæplega fært að
senda hey, sem ekki er vélbundið, nokkuð lengra til. Annars
er hey yfirleitt ekki bundið.
Skurðgröfur eða vélskóflur eru tvær á sambandssvæðinu.